Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 16. mars 2024 11:01 Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun