Sigurbogi Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 16. mars 2024 07:31 Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi. Þau samtök sem eru undir Sigurboga í dag eru eftirfarandi: 1. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra-SAOF sem eru baráttu og þrýstihópur. 2. Sterk saman sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman 3. Foreldrahús sem er fyrir börn og fjölskyldur í vanda. Á þessum fundi voru ekki mörg samtök mætt þó fleiri hafi verið boðuð til. Það er þó trú okkar að við munum vaxa og dafna til þess að geta barist og staðið saman. Við erum sterkari saman ef við þurfum við að beita okkur fyrir einhverju brýnu málefni og því sterkari þeim mun erfiðara að hunsa okkur. Landslagið er ekki uppá marga fiska í áfengis og vímuefnamálum hér á landi og þarf hvert félag fyrir sig að berjast fyrir sínum málstað til að fá aukinn skilning og fjármagn en þar gæti Sigurbogi styrkt okkur öll og sem dæmi má nefna að komi fram þingsályktunartillaga sem eitt félaganna vill skrifa umsögn um, þá er sá möguleiki fyrir hendi að leita til hinna og biðja um stuðning og væri þá umsögnin frá Sigurboga með nöfnum þeirra samtaka sem væru þar undir. Einnig ef það skapaðist sameiginlegur grundvöllur fyrir einhverju einu málefni þá væri það gert undir nafni Sigurboga. Við tökum það skýrt fram að ekki er um samruna að ræða heldur meira stuðningur hvort við annað og samhjálp. Þegar við hjá samtökum aðstandenda og fíknisjúkra byrjuðum okkar starf vorum við fljót að sjá að þetta vantaði því að sannleikurinn er jú sá að í grunnin þá erum við að berjast fyrir sama fólkið, fólk sem á við áfengis og vímefnavanda að stríða þó hvert og eitt félag beiti sér að vissum málaflokki hvers hóps Við skorum á þau samtök sem eru að berjast fyrir bættu lífi, auknum úrræðum, auknum skilning og minni fordómum í garð fíknisjúkra að leggjast á árarnar öll sem eitt. Í framhaldi af því þá trúum við því að róðurinn verði aðeins léttari á mörgum sviðum. Hvert félag með sín markmið og málefni fyrir sinn hóp en sameinuð undir Sigurboga erum við sterkari! Við trúum því að það muni fleiri félög bætast í okkar hóp fyrr en varir. Höfundur er formaður SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi. Þau samtök sem eru undir Sigurboga í dag eru eftirfarandi: 1. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra-SAOF sem eru baráttu og þrýstihópur. 2. Sterk saman sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman 3. Foreldrahús sem er fyrir börn og fjölskyldur í vanda. Á þessum fundi voru ekki mörg samtök mætt þó fleiri hafi verið boðuð til. Það er þó trú okkar að við munum vaxa og dafna til þess að geta barist og staðið saman. Við erum sterkari saman ef við þurfum við að beita okkur fyrir einhverju brýnu málefni og því sterkari þeim mun erfiðara að hunsa okkur. Landslagið er ekki uppá marga fiska í áfengis og vímuefnamálum hér á landi og þarf hvert félag fyrir sig að berjast fyrir sínum málstað til að fá aukinn skilning og fjármagn en þar gæti Sigurbogi styrkt okkur öll og sem dæmi má nefna að komi fram þingsályktunartillaga sem eitt félaganna vill skrifa umsögn um, þá er sá möguleiki fyrir hendi að leita til hinna og biðja um stuðning og væri þá umsögnin frá Sigurboga með nöfnum þeirra samtaka sem væru þar undir. Einnig ef það skapaðist sameiginlegur grundvöllur fyrir einhverju einu málefni þá væri það gert undir nafni Sigurboga. Við tökum það skýrt fram að ekki er um samruna að ræða heldur meira stuðningur hvort við annað og samhjálp. Þegar við hjá samtökum aðstandenda og fíknisjúkra byrjuðum okkar starf vorum við fljót að sjá að þetta vantaði því að sannleikurinn er jú sá að í grunnin þá erum við að berjast fyrir sama fólkið, fólk sem á við áfengis og vímefnavanda að stríða þó hvert og eitt félag beiti sér að vissum málaflokki hvers hóps Við skorum á þau samtök sem eru að berjast fyrir bættu lífi, auknum úrræðum, auknum skilning og minni fordómum í garð fíknisjúkra að leggjast á árarnar öll sem eitt. Í framhaldi af því þá trúum við því að róðurinn verði aðeins léttari á mörgum sviðum. Hvert félag með sín markmið og málefni fyrir sinn hóp en sameinuð undir Sigurboga erum við sterkari! Við trúum því að það muni fleiri félög bætast í okkar hóp fyrr en varir. Höfundur er formaður SAOF.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar