Skýr merki um að Hamas hafi beitt konur og börn kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2024 06:48 Tímabundinn minnisvarði um þá sem Hamas-liðar myrtu í árás sinni á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október síðastliðinn. Getty/Spencer Platt Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða kynferðisofbeldi í átökum segir skýr merki um að konum og börnum í haldi Hamas-samtakanna hafi verið nauðgað og þau beitt kynferðislegum pyntingum. Þá sé tilefni til að ætla að brotin standi enn yfir. Sendifulltrúinn, Pramila Patten, greindi frá þessu í gær en hún sagði einnig rök hníga að því að Hamas-liðar hefðu framið kynferðisbrot þegar þeir réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, meðal annars nauðganir og hópnauðganir. Patten fór fyrir níu manna sérfræðinganefnd sem ferðaðist til Ísraels og Vesturbakkans í febrúar en sagði tímarammann hafa sett teyminu ákveðnar takmarkanir; það hefði til að mynda ekki gefist tími til að fá þolendur ofbeldisins til að stíga fram og ræða við teymið. Sum væru í meðferð vegna áfallsins, aðrir hefðu flutt innanlands eða til útlanda og þá væru sum vitni að sinna herskyldu. Patten sagði einnig að skortur á trausti meðal þolenda og fjölskyldna gísla í haldi Hamas í garð opinberra og alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og kastljós fjölmiðla á þá sem stigu fram, hefðu gert það erfitt að fá þolendur til að stíga fram. Teymi ræddi hins vegar við fjölda vitna, yfirfór mikið magn myndefnis og tók viðtöl við gísla sem Hamas höfðu sleppt úr haldi. Viðtölin hefðu leitt í ljós að konur og börn í haldi Hamas hefðu verið og væru beitt kynferðisofbeldi, nauðgunum, pyntingum og annarri ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þá sé tilefni til að ætla að brotin standi enn yfir. Sendifulltrúinn, Pramila Patten, greindi frá þessu í gær en hún sagði einnig rök hníga að því að Hamas-liðar hefðu framið kynferðisbrot þegar þeir réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, meðal annars nauðganir og hópnauðganir. Patten fór fyrir níu manna sérfræðinganefnd sem ferðaðist til Ísraels og Vesturbakkans í febrúar en sagði tímarammann hafa sett teyminu ákveðnar takmarkanir; það hefði til að mynda ekki gefist tími til að fá þolendur ofbeldisins til að stíga fram og ræða við teymið. Sum væru í meðferð vegna áfallsins, aðrir hefðu flutt innanlands eða til útlanda og þá væru sum vitni að sinna herskyldu. Patten sagði einnig að skortur á trausti meðal þolenda og fjölskyldna gísla í haldi Hamas í garð opinberra og alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og kastljós fjölmiðla á þá sem stigu fram, hefðu gert það erfitt að fá þolendur til að stíga fram. Teymi ræddi hins vegar við fjölda vitna, yfirfór mikið magn myndefnis og tók viðtöl við gísla sem Hamas höfðu sleppt úr haldi. Viðtölin hefðu leitt í ljós að konur og börn í haldi Hamas hefðu verið og væru beitt kynferðisofbeldi, nauðgunum, pyntingum og annarri ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira