Offita: Viðhorf, fordómar og meðferðarúrræði Guðrún Jóna Bragadóttir og Helma Rut Einarsdóttir skrifa 2. mars 2024 08:02 Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt. Sum lyf geta valdið töluverðri þyngdaraukningu og þannig stuðlað að offitu. Mikilvægt er að skoða sögu og heilsufar hvers einstaklings til að kortleggja ástæður og áhættuþætti í hverju tilfelli fyrir sig. Margir hafa reynt að fylgja skilaboðunum „þú verður bara að borða minna og hreyfa þig meira“ án árangurs. Þessi skilaboð geta í sumum tilfellum virkað fyrir manneskju með heilbrigð efnaskipti/fituvef sem þarf ef til vill aðallega aðhald til að ná að framfylgja þeim. Fyrir manneskju með efnaskiptasjúkdóminn offitu felur þessi ráðlegging hins vegar í sér vanþekkingu og getur stuðlað að vanlíðan og skömm hjá viðkomandi. Þegar um er að ræða offitusjúkdóm hefur fituvefur viðkomandi einstaklings áhrif á efnaskipti, hormónaframleiðslu og bólguferla; það er því orðin truflun á birgðastjórnun líkamans. Þeir einstaklingar þurfa sértæka meðferð. Viðhorf og fordómar Það er áhugavert og mikilvægt að velta fyrir sér hvernig samfélag okkar og umhverfi hefur þróast sl. áratugi og hvernig þversagnakennd skilaboð hafa ýtt undir sjúkdóminn offitu. Við lifum í umhverfi sem er yfirfullt af mikið unnum og oft á tíðum næringarsnauðum mat sem er mikið auglýstur. Enn í dag ríkja fordómar gagnvart offitu og fólk með sjúkdóminn upplifir þá jafnvel innan heilbrigðiskerfisins. Slík upplifun getur valdið vanlíðan og streitu og dregið úr líkum á að fólk með offitu leiti sér sjálfsagðrar eða nauðsynlegrar læknismeðferðar. Það eru einnig uppi fordómar og óvægin umræða gagnvart þeim sem fara í efnaskiptaaðgerðir eða þurfa á lyfjameðferð að halda. Það er gjarnan talað um „megrunarlyf“ og fólk varað við því að ekki sé um „kraftaverkalyf“ að ræða því rannsóknir sýni að þeir sem hætta að nota lyfin þyngist aftur. Af hverju er því haldið fram að fólk með offitu vilji „kraftaverkalyf“? Gætu leynst fordómar í þeirri fullyrðingu? Gæti verið að enn og aftur sé verið að ýja að því að fólk með offitu vilji bara „einfaldar töfralausnir“? Vissulega er það með þessi lyf eins og mörg önnur að þau geta verið vandmeðfarin og sé notkun þeirra hætt kemur sjúkdómurinn aftur. Það er ekki óalgengt þegar um er að ræða meðferð við langvinnunum sjúkdómum. Meðferð Meðferð við offitu þarf að vera heildræn og einstaklingsmiðuð. Að vinna með einstaklingsbundnar lífs- og heilsuvenjur er alltaf grunnur meðferðar. Á Reykjalundi hefur verið starfandi þverfaglegt teymi síðan 2001 sem veitir meðferð fyrir fólk með offitu. Unnið er með næringu, hreyfingu, streituvalda, andlega líðan, svefn og fleiri þætti eftir þörfum hvers og eins. Teymið starfar samkvæmt klínískum leiðbeiningum sem gefnar voru út af Embætti landlæknis 2020 þar sem lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðferð, unnið með orsakir offitunnar ásamt því að nota lyf og efnaskiptaskurðaðgerðir ef þarf til að ná fram sem mestum heilsufarslegum ávinningi. Meðferðin á Reykjalundi varir í 6-10 mánuði. Efnaskiptaskurðaðgerð engin töfralausn Framboð á skurðaðgerðum og lyfjameðferð hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og segja má að ákveðin sprenging hafi átt sér stað í fjölgun efnaskiptaskurðaðgerða sem fólk fer í á eigin vegum. Rannsóknir sýna að efnaskiptaskurðaðgerðir (magaermi og magahjáveita) eru áhrifaríkt úrræði m.t.t. þyngdartaps og til að koma í veg fyrir og snúa við þróun fylgisjúkdóma offitu. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að efnaskiptaskurðaðgerð er stórt inngrip sem krefst ákveðinna breytinga á lífsvenjum. Mikilvægt er að sá sem fer í slíka aðgerð sé tilbúin/n til að fara eftir þeim leiðbeiningum og gera þær breytingar sem þörf er á. Efnaskiptaskurðaðgerð er engin töfralausn sem lofar öruggum árangri hvað varðar þyngdartap til lengdar og mörg dæmi um að fólk hafi þyngst upp í upprunalega þyngd ef lífsvenjum er ekki breytt samhliða. Einnig eru dæmi um ýmsa fylgikvilla aðgerða einkum ef leiðbeiningum er ekki fylgt. Til að ná að viðhalda venjubreytingum er jafnframt nauðsynlegt að vera andlega tilbúinn til að takast á við slíkar áskoranir.Skima þarf fyrir ýmsum sjúkdómum fyrir aðgerð, bæði líkamlegum og andlegum svo sem átröskunum, alvarlegum geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum. Seint verður of mikil áhersla lögð á það að ef um átröskun er að ræða eða andlega vanlíðan er mikilvægt að vinna með það áður en farið er í efnaskiptaskurðaðgerð. Í áðurnefndum klínískum leiðbeiningum um meðferð einstaklinga með offitu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga og fyrir hverja talið er að aðgerðin geri mest gagn. Breytt landslag Eins og fram hefur komið hefur landslag hvað varðar framboð og eftirspurn eftir úrræðum við offitu gjörbreyst á undanförnum árum og mikil þörf á að mæta því breytta landslagi. Nauðsynlegt er að efla eftirlit og undirbúning fyrir þá sem fara í efnaskiptaskurðaðgerð á eigin vegum. Efla þarf lífsstílsmóttökur á heilsugæslustöðvum til muna. Koma þarf á fót fjölþættari meðferðarleiðum. Mikilvægt er að efla forvarnir, auka fræðslu um sjúkdóminn offitu, uppræta vanþekkingu og fordóma sem til staðar eru gagnvart einstaklingum með offitu og leggja áherslu á líkamsvirðingu, fjölbreytileika og heilsu en ekki einblína eingöngu á kílóatöluna. Guðrún Jóna Bragadóttir forstöðunæringarfræðingur á Reykjalundi.Helma Rut Einarsdóttir yfirsálfræðingur efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt. Sum lyf geta valdið töluverðri þyngdaraukningu og þannig stuðlað að offitu. Mikilvægt er að skoða sögu og heilsufar hvers einstaklings til að kortleggja ástæður og áhættuþætti í hverju tilfelli fyrir sig. Margir hafa reynt að fylgja skilaboðunum „þú verður bara að borða minna og hreyfa þig meira“ án árangurs. Þessi skilaboð geta í sumum tilfellum virkað fyrir manneskju með heilbrigð efnaskipti/fituvef sem þarf ef til vill aðallega aðhald til að ná að framfylgja þeim. Fyrir manneskju með efnaskiptasjúkdóminn offitu felur þessi ráðlegging hins vegar í sér vanþekkingu og getur stuðlað að vanlíðan og skömm hjá viðkomandi. Þegar um er að ræða offitusjúkdóm hefur fituvefur viðkomandi einstaklings áhrif á efnaskipti, hormónaframleiðslu og bólguferla; það er því orðin truflun á birgðastjórnun líkamans. Þeir einstaklingar þurfa sértæka meðferð. Viðhorf og fordómar Það er áhugavert og mikilvægt að velta fyrir sér hvernig samfélag okkar og umhverfi hefur þróast sl. áratugi og hvernig þversagnakennd skilaboð hafa ýtt undir sjúkdóminn offitu. Við lifum í umhverfi sem er yfirfullt af mikið unnum og oft á tíðum næringarsnauðum mat sem er mikið auglýstur. Enn í dag ríkja fordómar gagnvart offitu og fólk með sjúkdóminn upplifir þá jafnvel innan heilbrigðiskerfisins. Slík upplifun getur valdið vanlíðan og streitu og dregið úr líkum á að fólk með offitu leiti sér sjálfsagðrar eða nauðsynlegrar læknismeðferðar. Það eru einnig uppi fordómar og óvægin umræða gagnvart þeim sem fara í efnaskiptaaðgerðir eða þurfa á lyfjameðferð að halda. Það er gjarnan talað um „megrunarlyf“ og fólk varað við því að ekki sé um „kraftaverkalyf“ að ræða því rannsóknir sýni að þeir sem hætta að nota lyfin þyngist aftur. Af hverju er því haldið fram að fólk með offitu vilji „kraftaverkalyf“? Gætu leynst fordómar í þeirri fullyrðingu? Gæti verið að enn og aftur sé verið að ýja að því að fólk með offitu vilji bara „einfaldar töfralausnir“? Vissulega er það með þessi lyf eins og mörg önnur að þau geta verið vandmeðfarin og sé notkun þeirra hætt kemur sjúkdómurinn aftur. Það er ekki óalgengt þegar um er að ræða meðferð við langvinnunum sjúkdómum. Meðferð Meðferð við offitu þarf að vera heildræn og einstaklingsmiðuð. Að vinna með einstaklingsbundnar lífs- og heilsuvenjur er alltaf grunnur meðferðar. Á Reykjalundi hefur verið starfandi þverfaglegt teymi síðan 2001 sem veitir meðferð fyrir fólk með offitu. Unnið er með næringu, hreyfingu, streituvalda, andlega líðan, svefn og fleiri þætti eftir þörfum hvers og eins. Teymið starfar samkvæmt klínískum leiðbeiningum sem gefnar voru út af Embætti landlæknis 2020 þar sem lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðferð, unnið með orsakir offitunnar ásamt því að nota lyf og efnaskiptaskurðaðgerðir ef þarf til að ná fram sem mestum heilsufarslegum ávinningi. Meðferðin á Reykjalundi varir í 6-10 mánuði. Efnaskiptaskurðaðgerð engin töfralausn Framboð á skurðaðgerðum og lyfjameðferð hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og segja má að ákveðin sprenging hafi átt sér stað í fjölgun efnaskiptaskurðaðgerða sem fólk fer í á eigin vegum. Rannsóknir sýna að efnaskiptaskurðaðgerðir (magaermi og magahjáveita) eru áhrifaríkt úrræði m.t.t. þyngdartaps og til að koma í veg fyrir og snúa við þróun fylgisjúkdóma offitu. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að efnaskiptaskurðaðgerð er stórt inngrip sem krefst ákveðinna breytinga á lífsvenjum. Mikilvægt er að sá sem fer í slíka aðgerð sé tilbúin/n til að fara eftir þeim leiðbeiningum og gera þær breytingar sem þörf er á. Efnaskiptaskurðaðgerð er engin töfralausn sem lofar öruggum árangri hvað varðar þyngdartap til lengdar og mörg dæmi um að fólk hafi þyngst upp í upprunalega þyngd ef lífsvenjum er ekki breytt samhliða. Einnig eru dæmi um ýmsa fylgikvilla aðgerða einkum ef leiðbeiningum er ekki fylgt. Til að ná að viðhalda venjubreytingum er jafnframt nauðsynlegt að vera andlega tilbúinn til að takast á við slíkar áskoranir.Skima þarf fyrir ýmsum sjúkdómum fyrir aðgerð, bæði líkamlegum og andlegum svo sem átröskunum, alvarlegum geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum. Seint verður of mikil áhersla lögð á það að ef um átröskun er að ræða eða andlega vanlíðan er mikilvægt að vinna með það áður en farið er í efnaskiptaskurðaðgerð. Í áðurnefndum klínískum leiðbeiningum um meðferð einstaklinga með offitu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga og fyrir hverja talið er að aðgerðin geri mest gagn. Breytt landslag Eins og fram hefur komið hefur landslag hvað varðar framboð og eftirspurn eftir úrræðum við offitu gjörbreyst á undanförnum árum og mikil þörf á að mæta því breytta landslagi. Nauðsynlegt er að efla eftirlit og undirbúning fyrir þá sem fara í efnaskiptaskurðaðgerð á eigin vegum. Efla þarf lífsstílsmóttökur á heilsugæslustöðvum til muna. Koma þarf á fót fjölþættari meðferðarleiðum. Mikilvægt er að efla forvarnir, auka fræðslu um sjúkdóminn offitu, uppræta vanþekkingu og fordóma sem til staðar eru gagnvart einstaklingum með offitu og leggja áherslu á líkamsvirðingu, fjölbreytileika og heilsu en ekki einblína eingöngu á kílóatöluna. Guðrún Jóna Bragadóttir forstöðunæringarfræðingur á Reykjalundi.Helma Rut Einarsdóttir yfirsálfræðingur efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun