Offita: Viðhorf, fordómar og meðferðarúrræði Guðrún Jóna Bragadóttir og Helma Rut Einarsdóttir skrifa 2. mars 2024 08:02 Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt. Sum lyf geta valdið töluverðri þyngdaraukningu og þannig stuðlað að offitu. Mikilvægt er að skoða sögu og heilsufar hvers einstaklings til að kortleggja ástæður og áhættuþætti í hverju tilfelli fyrir sig. Margir hafa reynt að fylgja skilaboðunum „þú verður bara að borða minna og hreyfa þig meira“ án árangurs. Þessi skilaboð geta í sumum tilfellum virkað fyrir manneskju með heilbrigð efnaskipti/fituvef sem þarf ef til vill aðallega aðhald til að ná að framfylgja þeim. Fyrir manneskju með efnaskiptasjúkdóminn offitu felur þessi ráðlegging hins vegar í sér vanþekkingu og getur stuðlað að vanlíðan og skömm hjá viðkomandi. Þegar um er að ræða offitusjúkdóm hefur fituvefur viðkomandi einstaklings áhrif á efnaskipti, hormónaframleiðslu og bólguferla; það er því orðin truflun á birgðastjórnun líkamans. Þeir einstaklingar þurfa sértæka meðferð. Viðhorf og fordómar Það er áhugavert og mikilvægt að velta fyrir sér hvernig samfélag okkar og umhverfi hefur þróast sl. áratugi og hvernig þversagnakennd skilaboð hafa ýtt undir sjúkdóminn offitu. Við lifum í umhverfi sem er yfirfullt af mikið unnum og oft á tíðum næringarsnauðum mat sem er mikið auglýstur. Enn í dag ríkja fordómar gagnvart offitu og fólk með sjúkdóminn upplifir þá jafnvel innan heilbrigðiskerfisins. Slík upplifun getur valdið vanlíðan og streitu og dregið úr líkum á að fólk með offitu leiti sér sjálfsagðrar eða nauðsynlegrar læknismeðferðar. Það eru einnig uppi fordómar og óvægin umræða gagnvart þeim sem fara í efnaskiptaaðgerðir eða þurfa á lyfjameðferð að halda. Það er gjarnan talað um „megrunarlyf“ og fólk varað við því að ekki sé um „kraftaverkalyf“ að ræða því rannsóknir sýni að þeir sem hætta að nota lyfin þyngist aftur. Af hverju er því haldið fram að fólk með offitu vilji „kraftaverkalyf“? Gætu leynst fordómar í þeirri fullyrðingu? Gæti verið að enn og aftur sé verið að ýja að því að fólk með offitu vilji bara „einfaldar töfralausnir“? Vissulega er það með þessi lyf eins og mörg önnur að þau geta verið vandmeðfarin og sé notkun þeirra hætt kemur sjúkdómurinn aftur. Það er ekki óalgengt þegar um er að ræða meðferð við langvinnunum sjúkdómum. Meðferð Meðferð við offitu þarf að vera heildræn og einstaklingsmiðuð. Að vinna með einstaklingsbundnar lífs- og heilsuvenjur er alltaf grunnur meðferðar. Á Reykjalundi hefur verið starfandi þverfaglegt teymi síðan 2001 sem veitir meðferð fyrir fólk með offitu. Unnið er með næringu, hreyfingu, streituvalda, andlega líðan, svefn og fleiri þætti eftir þörfum hvers og eins. Teymið starfar samkvæmt klínískum leiðbeiningum sem gefnar voru út af Embætti landlæknis 2020 þar sem lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðferð, unnið með orsakir offitunnar ásamt því að nota lyf og efnaskiptaskurðaðgerðir ef þarf til að ná fram sem mestum heilsufarslegum ávinningi. Meðferðin á Reykjalundi varir í 6-10 mánuði. Efnaskiptaskurðaðgerð engin töfralausn Framboð á skurðaðgerðum og lyfjameðferð hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og segja má að ákveðin sprenging hafi átt sér stað í fjölgun efnaskiptaskurðaðgerða sem fólk fer í á eigin vegum. Rannsóknir sýna að efnaskiptaskurðaðgerðir (magaermi og magahjáveita) eru áhrifaríkt úrræði m.t.t. þyngdartaps og til að koma í veg fyrir og snúa við þróun fylgisjúkdóma offitu. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að efnaskiptaskurðaðgerð er stórt inngrip sem krefst ákveðinna breytinga á lífsvenjum. Mikilvægt er að sá sem fer í slíka aðgerð sé tilbúin/n til að fara eftir þeim leiðbeiningum og gera þær breytingar sem þörf er á. Efnaskiptaskurðaðgerð er engin töfralausn sem lofar öruggum árangri hvað varðar þyngdartap til lengdar og mörg dæmi um að fólk hafi þyngst upp í upprunalega þyngd ef lífsvenjum er ekki breytt samhliða. Einnig eru dæmi um ýmsa fylgikvilla aðgerða einkum ef leiðbeiningum er ekki fylgt. Til að ná að viðhalda venjubreytingum er jafnframt nauðsynlegt að vera andlega tilbúinn til að takast á við slíkar áskoranir.Skima þarf fyrir ýmsum sjúkdómum fyrir aðgerð, bæði líkamlegum og andlegum svo sem átröskunum, alvarlegum geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum. Seint verður of mikil áhersla lögð á það að ef um átröskun er að ræða eða andlega vanlíðan er mikilvægt að vinna með það áður en farið er í efnaskiptaskurðaðgerð. Í áðurnefndum klínískum leiðbeiningum um meðferð einstaklinga með offitu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga og fyrir hverja talið er að aðgerðin geri mest gagn. Breytt landslag Eins og fram hefur komið hefur landslag hvað varðar framboð og eftirspurn eftir úrræðum við offitu gjörbreyst á undanförnum árum og mikil þörf á að mæta því breytta landslagi. Nauðsynlegt er að efla eftirlit og undirbúning fyrir þá sem fara í efnaskiptaskurðaðgerð á eigin vegum. Efla þarf lífsstílsmóttökur á heilsugæslustöðvum til muna. Koma þarf á fót fjölþættari meðferðarleiðum. Mikilvægt er að efla forvarnir, auka fræðslu um sjúkdóminn offitu, uppræta vanþekkingu og fordóma sem til staðar eru gagnvart einstaklingum með offitu og leggja áherslu á líkamsvirðingu, fjölbreytileika og heilsu en ekki einblína eingöngu á kílóatöluna. Guðrún Jóna Bragadóttir forstöðunæringarfræðingur á Reykjalundi.Helma Rut Einarsdóttir yfirsálfræðingur efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt. Sum lyf geta valdið töluverðri þyngdaraukningu og þannig stuðlað að offitu. Mikilvægt er að skoða sögu og heilsufar hvers einstaklings til að kortleggja ástæður og áhættuþætti í hverju tilfelli fyrir sig. Margir hafa reynt að fylgja skilaboðunum „þú verður bara að borða minna og hreyfa þig meira“ án árangurs. Þessi skilaboð geta í sumum tilfellum virkað fyrir manneskju með heilbrigð efnaskipti/fituvef sem þarf ef til vill aðallega aðhald til að ná að framfylgja þeim. Fyrir manneskju með efnaskiptasjúkdóminn offitu felur þessi ráðlegging hins vegar í sér vanþekkingu og getur stuðlað að vanlíðan og skömm hjá viðkomandi. Þegar um er að ræða offitusjúkdóm hefur fituvefur viðkomandi einstaklings áhrif á efnaskipti, hormónaframleiðslu og bólguferla; það er því orðin truflun á birgðastjórnun líkamans. Þeir einstaklingar þurfa sértæka meðferð. Viðhorf og fordómar Það er áhugavert og mikilvægt að velta fyrir sér hvernig samfélag okkar og umhverfi hefur þróast sl. áratugi og hvernig þversagnakennd skilaboð hafa ýtt undir sjúkdóminn offitu. Við lifum í umhverfi sem er yfirfullt af mikið unnum og oft á tíðum næringarsnauðum mat sem er mikið auglýstur. Enn í dag ríkja fordómar gagnvart offitu og fólk með sjúkdóminn upplifir þá jafnvel innan heilbrigðiskerfisins. Slík upplifun getur valdið vanlíðan og streitu og dregið úr líkum á að fólk með offitu leiti sér sjálfsagðrar eða nauðsynlegrar læknismeðferðar. Það eru einnig uppi fordómar og óvægin umræða gagnvart þeim sem fara í efnaskiptaaðgerðir eða þurfa á lyfjameðferð að halda. Það er gjarnan talað um „megrunarlyf“ og fólk varað við því að ekki sé um „kraftaverkalyf“ að ræða því rannsóknir sýni að þeir sem hætta að nota lyfin þyngist aftur. Af hverju er því haldið fram að fólk með offitu vilji „kraftaverkalyf“? Gætu leynst fordómar í þeirri fullyrðingu? Gæti verið að enn og aftur sé verið að ýja að því að fólk með offitu vilji bara „einfaldar töfralausnir“? Vissulega er það með þessi lyf eins og mörg önnur að þau geta verið vandmeðfarin og sé notkun þeirra hætt kemur sjúkdómurinn aftur. Það er ekki óalgengt þegar um er að ræða meðferð við langvinnunum sjúkdómum. Meðferð Meðferð við offitu þarf að vera heildræn og einstaklingsmiðuð. Að vinna með einstaklingsbundnar lífs- og heilsuvenjur er alltaf grunnur meðferðar. Á Reykjalundi hefur verið starfandi þverfaglegt teymi síðan 2001 sem veitir meðferð fyrir fólk með offitu. Unnið er með næringu, hreyfingu, streituvalda, andlega líðan, svefn og fleiri þætti eftir þörfum hvers og eins. Teymið starfar samkvæmt klínískum leiðbeiningum sem gefnar voru út af Embætti landlæknis 2020 þar sem lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðferð, unnið með orsakir offitunnar ásamt því að nota lyf og efnaskiptaskurðaðgerðir ef þarf til að ná fram sem mestum heilsufarslegum ávinningi. Meðferðin á Reykjalundi varir í 6-10 mánuði. Efnaskiptaskurðaðgerð engin töfralausn Framboð á skurðaðgerðum og lyfjameðferð hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og segja má að ákveðin sprenging hafi átt sér stað í fjölgun efnaskiptaskurðaðgerða sem fólk fer í á eigin vegum. Rannsóknir sýna að efnaskiptaskurðaðgerðir (magaermi og magahjáveita) eru áhrifaríkt úrræði m.t.t. þyngdartaps og til að koma í veg fyrir og snúa við þróun fylgisjúkdóma offitu. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að efnaskiptaskurðaðgerð er stórt inngrip sem krefst ákveðinna breytinga á lífsvenjum. Mikilvægt er að sá sem fer í slíka aðgerð sé tilbúin/n til að fara eftir þeim leiðbeiningum og gera þær breytingar sem þörf er á. Efnaskiptaskurðaðgerð er engin töfralausn sem lofar öruggum árangri hvað varðar þyngdartap til lengdar og mörg dæmi um að fólk hafi þyngst upp í upprunalega þyngd ef lífsvenjum er ekki breytt samhliða. Einnig eru dæmi um ýmsa fylgikvilla aðgerða einkum ef leiðbeiningum er ekki fylgt. Til að ná að viðhalda venjubreytingum er jafnframt nauðsynlegt að vera andlega tilbúinn til að takast á við slíkar áskoranir.Skima þarf fyrir ýmsum sjúkdómum fyrir aðgerð, bæði líkamlegum og andlegum svo sem átröskunum, alvarlegum geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum. Seint verður of mikil áhersla lögð á það að ef um átröskun er að ræða eða andlega vanlíðan er mikilvægt að vinna með það áður en farið er í efnaskiptaskurðaðgerð. Í áðurnefndum klínískum leiðbeiningum um meðferð einstaklinga með offitu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga og fyrir hverja talið er að aðgerðin geri mest gagn. Breytt landslag Eins og fram hefur komið hefur landslag hvað varðar framboð og eftirspurn eftir úrræðum við offitu gjörbreyst á undanförnum árum og mikil þörf á að mæta því breytta landslagi. Nauðsynlegt er að efla eftirlit og undirbúning fyrir þá sem fara í efnaskiptaskurðaðgerð á eigin vegum. Efla þarf lífsstílsmóttökur á heilsugæslustöðvum til muna. Koma þarf á fót fjölþættari meðferðarleiðum. Mikilvægt er að efla forvarnir, auka fræðslu um sjúkdóminn offitu, uppræta vanþekkingu og fordóma sem til staðar eru gagnvart einstaklingum með offitu og leggja áherslu á líkamsvirðingu, fjölbreytileika og heilsu en ekki einblína eingöngu á kílóatöluna. Guðrún Jóna Bragadóttir forstöðunæringarfræðingur á Reykjalundi.Helma Rut Einarsdóttir yfirsálfræðingur efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun