Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Heilbrigðismál Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun