Val milli lestrar eða hlustunar námsefnis Guðmundur S. Johnsen skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Undanfarna mánuði hefur umræða um íslenskt skólastarf verið óvægin. Sótt hefur verið að kerfinu og jafnvel starfsfólki vegna alþjóðlegs samanburðar PISA. Víst má margt bæta en einnig er mikilvægt að benda á það sem vel hefur verið gert. Sláum skjaldborg um skólakerfið, kennara og stjórnendur og hvetjum þá til góðra verka. Ég vill hér nefna þætti sem skipta lesblinda miklu en bendi jafnframt á nauðsynleg skref til að gera enn betur. Fyrir hvatningu Félags lesblindra á Íslandi, var árið 2006 tekin var upp skimun og lesblindugreiningar í skólakerfinu. Félagið lagði þá áherslu á að skimun hæfist við 10 ára aldur. Þetta var mikilvægt skref í að tryggja jafnari tækifæri til náms. Tveimur árum síðar var kveðið á í lögum um grunnskóla að allir nemendur ættu rétt á kennslu við hæfi og koma ætti til móts við sértæka námsörðugleika, þar með talda lesblindu. Barátta Félags lesblindra fyrir skimum og greiningu í skólakerfinu hefur skilað miklum árangri þótt enn sé nokkuð í land. Fimmti hver lesblindur Félag lesblindra fékk Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að kanna umfang lesblindu meðal íslenskra barna og ungmenna. Niðurstaðan var afgerandi. Einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum grunnskóla sagði lesblindu hafa mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu sína í námi. Staðfest voru sterk tengsl lestrarörðugleika og kvíða, lágs sjálfsmats og óöryggis. Þessi vanlíðan dregur úr námsáhuga og takmarkar tækifæri og eykur hættu á áhættuhegðun. Kvíði hefur áhrif á lífsgæði barna og ungmenna og getur haft áhrif á hvernig þeim vegnar í lífinu. Fram kom að að fimmti hver nemandi á aldrinum 18-24 ára hefur fengið lesblindugreiningu. Sú staðreynd að rúm tuttugu prósent nemenda eigi við alvarlega lesörðugleika að stríða er mikil áskorun fyrir skólakerfið. Líklegt er að þessi hópur sé nokkuð stærri því nemendur sem glíma við veruleg vandræði eru líklegri til að hafa fengið lesblindugreiningu. Niðurstöðurnar sýndu mikilvægi þess að lesblindugreining sé framkvæmd ekki síðar en á 10. aldursári. Með því er hægt að huga betur að þeim sem eru líklegri til að glíma við kvíða vegna lesblindu. Að greinast seint getur haft mikil og neikvæð áhrif á skólagöngu lesblindra til lengri tíma. Þeir upplifa vanmátt gagnvart bekkjarfélögum og efasemdir um eigin hæfni. Félag lesblindra hefur sent öllum skólum í landinu upplýsingarit þar sem þessar rannsóknarniðurstöður eru reifaðar. Skólarnir eru hvattir til að mæta lesblindum, bæði hvað varðar kennsluhætti, verkefnaskil og próf. Taka þarf tillit til að hópurinn, einkum stúlkur, glími við mikinn kvíða. Mikilvægi félags lesblindra Félag lesblindra vinnur að hagsmunamálum lesblindra og markmiðið er að jafna tækifæri til menntunar, starfs og lífsgæða. Allt frá stofnun þess árið 2003, hefur það unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Félagið hefur unnið að hagsmunum ríflega 2.000 félagsmanna, aðstoðað lesblinda, unnið með aðstandendum, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Félag lesblindra eru frjáls félagasamtök, sem er rekið eingöngu á sjálfsaflafé án opinberra framlaga. Á næstu misserum mun félagið leggja höfuðáherslu á að hvetja til innleiðingar og aukins vægis stafræns texta í skólakerfinu. Eins og flestir þekkja er burðarstólpi skólakerfisins texti, allir skulu vera fluglæsir og skrifandi. En núverandi textatækni skólakerfisins veldur lesblindum erfiðleikum. Bjóðum nemendum velkomna í textasamfélagið þar sem þeir geta valið milli lestrar eða hlustunar námsefnis. Nýtum stórkostlegar framfarir hljóðtækni og gervigreind sem vex nú ásmegin og styður lesblinda. Aukið stafrænt textaumhverfi auðveldar fleirum nám. Þá sitja lesblindir við sama borð og aðrir. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur umræða um íslenskt skólastarf verið óvægin. Sótt hefur verið að kerfinu og jafnvel starfsfólki vegna alþjóðlegs samanburðar PISA. Víst má margt bæta en einnig er mikilvægt að benda á það sem vel hefur verið gert. Sláum skjaldborg um skólakerfið, kennara og stjórnendur og hvetjum þá til góðra verka. Ég vill hér nefna þætti sem skipta lesblinda miklu en bendi jafnframt á nauðsynleg skref til að gera enn betur. Fyrir hvatningu Félags lesblindra á Íslandi, var árið 2006 tekin var upp skimun og lesblindugreiningar í skólakerfinu. Félagið lagði þá áherslu á að skimun hæfist við 10 ára aldur. Þetta var mikilvægt skref í að tryggja jafnari tækifæri til náms. Tveimur árum síðar var kveðið á í lögum um grunnskóla að allir nemendur ættu rétt á kennslu við hæfi og koma ætti til móts við sértæka námsörðugleika, þar með talda lesblindu. Barátta Félags lesblindra fyrir skimum og greiningu í skólakerfinu hefur skilað miklum árangri þótt enn sé nokkuð í land. Fimmti hver lesblindur Félag lesblindra fékk Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að kanna umfang lesblindu meðal íslenskra barna og ungmenna. Niðurstaðan var afgerandi. Einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum grunnskóla sagði lesblindu hafa mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu sína í námi. Staðfest voru sterk tengsl lestrarörðugleika og kvíða, lágs sjálfsmats og óöryggis. Þessi vanlíðan dregur úr námsáhuga og takmarkar tækifæri og eykur hættu á áhættuhegðun. Kvíði hefur áhrif á lífsgæði barna og ungmenna og getur haft áhrif á hvernig þeim vegnar í lífinu. Fram kom að að fimmti hver nemandi á aldrinum 18-24 ára hefur fengið lesblindugreiningu. Sú staðreynd að rúm tuttugu prósent nemenda eigi við alvarlega lesörðugleika að stríða er mikil áskorun fyrir skólakerfið. Líklegt er að þessi hópur sé nokkuð stærri því nemendur sem glíma við veruleg vandræði eru líklegri til að hafa fengið lesblindugreiningu. Niðurstöðurnar sýndu mikilvægi þess að lesblindugreining sé framkvæmd ekki síðar en á 10. aldursári. Með því er hægt að huga betur að þeim sem eru líklegri til að glíma við kvíða vegna lesblindu. Að greinast seint getur haft mikil og neikvæð áhrif á skólagöngu lesblindra til lengri tíma. Þeir upplifa vanmátt gagnvart bekkjarfélögum og efasemdir um eigin hæfni. Félag lesblindra hefur sent öllum skólum í landinu upplýsingarit þar sem þessar rannsóknarniðurstöður eru reifaðar. Skólarnir eru hvattir til að mæta lesblindum, bæði hvað varðar kennsluhætti, verkefnaskil og próf. Taka þarf tillit til að hópurinn, einkum stúlkur, glími við mikinn kvíða. Mikilvægi félags lesblindra Félag lesblindra vinnur að hagsmunamálum lesblindra og markmiðið er að jafna tækifæri til menntunar, starfs og lífsgæða. Allt frá stofnun þess árið 2003, hefur það unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Félagið hefur unnið að hagsmunum ríflega 2.000 félagsmanna, aðstoðað lesblinda, unnið með aðstandendum, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Félag lesblindra eru frjáls félagasamtök, sem er rekið eingöngu á sjálfsaflafé án opinberra framlaga. Á næstu misserum mun félagið leggja höfuðáherslu á að hvetja til innleiðingar og aukins vægis stafræns texta í skólakerfinu. Eins og flestir þekkja er burðarstólpi skólakerfisins texti, allir skulu vera fluglæsir og skrifandi. En núverandi textatækni skólakerfisins veldur lesblindum erfiðleikum. Bjóðum nemendum velkomna í textasamfélagið þar sem þeir geta valið milli lestrar eða hlustunar námsefnis. Nýtum stórkostlegar framfarir hljóðtækni og gervigreind sem vex nú ásmegin og styður lesblinda. Aukið stafrænt textaumhverfi auðveldar fleirum nám. Þá sitja lesblindir við sama borð og aðrir. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun