Orðin okkar hafa áhrif Anna Lilja Björnsdóttir og Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifa 1. febrúar 2024 09:00 Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun