Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifa 30. janúar 2024 08:00 Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun