Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. janúar 2024 17:01 Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun