Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun