Útspil Svandísar Sigmar Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 13:30 Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Hvalveiðar Stjórnsýsla Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar