Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 16. janúar 2024 18:00 Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun