Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:30 Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun