Eldri og einmana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. desember 2023 17:00 Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana. Sumir hafa misst maka sína og aðrir eiga jafnvel ekki fjölskyldu. Því fjármagni sem varið er í stöðugildi sem þetta mun margborga sig fjárhagslega og jafnvel leiða til þess að draga mun úr notkun lyfja hjá þessum hópi. Fjármagnið skal sækja á svið sem geta hagrætt hjá sér, skipulagt sig betur og dregið úr yfirbyggingu. Velferðartækni kemur ekki í staðinn fyrir nærveru og snertingu Enda þótt velferðartækni hafi rutt sér til rúms getur ekki allt eldra fólk tileinkað sér þá tækni eins og gefur að skilja. Því má segja að þessi hópur sé sennilega sá sem er minnst tæknivæddur ef borið er saman við aðra hópa. Þetta er einnig sá hópur sem ekki hefur hæstu röddina og er gjarnan hógvær og lítillátur. Fjölmargir leita sér einfaldlega ekki stuðnings. Finna þarf þá sem þarfnast félagsskapar og vilja persónulegt samtal og koma til þeirra með tilboð um hvort tveggja eftir atvikum. Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á einmanaleika eldra fólks. Meðal niðurstaðna er að Ísland sé að koma vel út í alþjóðlegum samanburði þegar um 5% telja sig einmana. Það er skoðun okkar í Flokki fólksins að gera má ráð fyrir að þeir séu margfalt fleiri. Kannanir ná ekki til allra. Þeir sem eru einmana eru þeir sem ekki eiga fjölskyldu, þeir sem búa einir og þeir sem eru á hjúkrunarheimili. Það er ekki síður vöntun á félagsskap fyrir þá sem komnir eru á hjúkrunarheimili. Starfsfólk er undir álagi og oft er undirmannað. Aðstæður eru víða þannig að meirihluti starfsfólks skilur ekki mikla íslensku og tala hana jafnvel takmarkað Það er áfall fyrir marga að vera komnir á hjúkrunarheimili og verður enn erfiðara ef einmanaleiki sest að. Það er átakanlegt að vita að inni á hjúkrunarheimilum eru allt of margir sem eru einmana. Flokkur fólksins lagði til í febrúar 2023 í annað sinn að stofnað verði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Tillagan var felld. Nú er gerð enn ein tilraunin. Ekkert jafnast á við samtal, nálægð og snertingu. Það er ekki nóg að auka eingöngu velferðartækni heldur þarf einnig að standa vörð um samveru og nálægt. Maður er jú manns gaman. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Flokkur fólksins Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana. Sumir hafa misst maka sína og aðrir eiga jafnvel ekki fjölskyldu. Því fjármagni sem varið er í stöðugildi sem þetta mun margborga sig fjárhagslega og jafnvel leiða til þess að draga mun úr notkun lyfja hjá þessum hópi. Fjármagnið skal sækja á svið sem geta hagrætt hjá sér, skipulagt sig betur og dregið úr yfirbyggingu. Velferðartækni kemur ekki í staðinn fyrir nærveru og snertingu Enda þótt velferðartækni hafi rutt sér til rúms getur ekki allt eldra fólk tileinkað sér þá tækni eins og gefur að skilja. Því má segja að þessi hópur sé sennilega sá sem er minnst tæknivæddur ef borið er saman við aðra hópa. Þetta er einnig sá hópur sem ekki hefur hæstu röddina og er gjarnan hógvær og lítillátur. Fjölmargir leita sér einfaldlega ekki stuðnings. Finna þarf þá sem þarfnast félagsskapar og vilja persónulegt samtal og koma til þeirra með tilboð um hvort tveggja eftir atvikum. Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á einmanaleika eldra fólks. Meðal niðurstaðna er að Ísland sé að koma vel út í alþjóðlegum samanburði þegar um 5% telja sig einmana. Það er skoðun okkar í Flokki fólksins að gera má ráð fyrir að þeir séu margfalt fleiri. Kannanir ná ekki til allra. Þeir sem eru einmana eru þeir sem ekki eiga fjölskyldu, þeir sem búa einir og þeir sem eru á hjúkrunarheimili. Það er ekki síður vöntun á félagsskap fyrir þá sem komnir eru á hjúkrunarheimili. Starfsfólk er undir álagi og oft er undirmannað. Aðstæður eru víða þannig að meirihluti starfsfólks skilur ekki mikla íslensku og tala hana jafnvel takmarkað Það er áfall fyrir marga að vera komnir á hjúkrunarheimili og verður enn erfiðara ef einmanaleiki sest að. Það er átakanlegt að vita að inni á hjúkrunarheimilum eru allt of margir sem eru einmana. Flokkur fólksins lagði til í febrúar 2023 í annað sinn að stofnað verði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Tillagan var felld. Nú er gerð enn ein tilraunin. Ekkert jafnast á við samtal, nálægð og snertingu. Það er ekki nóg að auka eingöngu velferðartækni heldur þarf einnig að standa vörð um samveru og nálægt. Maður er jú manns gaman. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar