Ófært Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifa 23. nóvember 2023 10:30 Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar