Líður að tíðum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2023 10:01 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar