Þótt þú sért ekki að vinna getur þú samt átt gott líf Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 08:00 Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar