Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Bjartmar Steinn Guðjónsson og Reynir Sævarsson skrifa 17. nóvember 2023 14:16 Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar