Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 31. október 2023 07:32 Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun