Kvennaverkfall gegn kynbundnu misrétti Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Heilbrigðismál Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun