Kvennaverkfall gegn kynbundnu misrétti Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Heilbrigðismál Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun