Kvennaverkfall gegn kynbundnu misrétti Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Heilbrigðismál Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun