Skólarnir Stefán Andri Gunnarsson skrifar 18. október 2023 11:01 Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Gervigreind Skóla - og menntamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun