Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn? Mjöll Matthíasdóttir skrifar 3. október 2023 09:00 Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun