Stór orð en ekkert fjármagn Kristrún Frostadóttir skrifar 22. september 2023 09:00 Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar