Velferð við upphaf þingvetrar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2023 09:31 Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun