Manneskjumiðuð stjórnun – Vegferð að farsælu vinnuumhverfi Unnur Magnúsdóttir skrifar 1. september 2023 14:31 Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun