Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar 17. desember 2025 16:32 Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar