Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 17. desember 2025 13:01 Nú hefur Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnt tillögu sína til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Fram komið skjal var rætt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 11.desember og var samþykkt samhljóða bókun efnislega í þeim anda sem þessa skoðanapistill gengur út á og hefur bókunin verið send til ráðherra sem og alþingismanna Norðvesturkjördæmis sem innlegg í vangaveltur og komandi umræður inn á alþingi og í nefndum sem fjalla munu um þetta mikilvæga verkefni. Í ályktuninni segir að lykilviðfangsefni í samgöngumálum á Íslandi næstu ár verði 17 talsins. Megin markmið verði þau að innviðir eigi að mæta þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög verði um land allt. Í ályktuninni kemur m.a. fram að fækka eigi einbreiðum brúm. Þó er tekið fram að það eigi við um brýr á hringveginum, þjóðvegi 1, og öðrum umferðarmiklum vegum, þ.e. vegum með yfir 200 bila meðalumferð á dag allt árið. Þetta þýðir með öðrum orðum að einblínt verður á þær 29 einbreiðu brýr sem eru á hringveginum en í tengslum við nýframkvæmdir utan hans geti enn verið gert ráð fyrir að einbreiðar brýr haldi sér eins og raunin hefur m.a. verið í Dalabyggð (samanber framkvæmdir á Laxárdalsheiði og í Hvammssveit sl. 2 ár). Þetta þýðir að „stóra planið“ um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfinu er að þær fari úr 632 í 625 árið 2030, eða fækki um heilar 7 brýr á næstu 5 árum en verði með öllu horfnar í lok þess 15 ára tímabils sem samgönguáætlun nær yfir. Það þýðir að taka þurfi fyrir 22 brýr á ári á árunum 2030-2040. Á sama tíma eru aðeins lagðar til 500 millj. kr. í breikkun brúa á tveggja ára fresti (2026, 2028 og 2030), þ.e. af sameiginlegri fjárveitingu sem ætluð er til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm. Eins eru 50 milljónir settar árlega út tímabil áætlunarinnar vegna svokallaðra „smábrúa“. Nú hefur Dalabyggð fengið þau svör ítrekað frá Vegagerðinni að kostnaður sé ástæða þess að einbreiðum brúm hafi verið haldið eftir í nýframkvæmdum á svæðinu sl. ár. Má í því ljósi velta fyrir sér þessari sameiginlegu fjárveitingu til breikkunar brúa og smábrúa og hvað því sé ætlað að verja í margar brýr ? Af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. til héraðsvega á ári, út tímabil áætlunarinnar. Í Dalabyggð eru tæplega 90 km af héraðsvegum, þar af rúmlega 70 km malarvegir, sem búa flestir við þá sérstöðu að hafa ekki fengið fjárveitingu frá árinu 2007. Ekki kemur fram hvort þessar 100 millj. kr. séu stofnframlög til nýrra héraðsvega og þeirra héraðsvega sem hafa verið aflagðir en eru að koma inn að nýju eða ætlaðar til viðhalds og framkvæmda á þeim sem eru á skrá, þeirri spurningu verður að fá svör við. Í styrkvegi á landinu af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. á ári, út tímabil áætlunarinnar. Vegagerðin hefur bent á, m.a. síðast núna í sumar, að umsóknir um styrkvegi hafa verið fleiri og hærri en hægt hefur verið að verða við. Fjárveitingar misháar eftir árum; sbr. 100 m.kr. 2025, um 115 m.kr. 2024, 124 m.kr. árið 2023 og töluvert meira árin tvö þar á undan, 182 m.kr. árið 2022 og 164 m.kr. 2021. Núna síðast varð t.d. 30% lækkun á framlagi til styrkvega í Dalabyggð m.v. árið á undan, m.a. vegna þess að umsóknum fjölgaði og niðurstaðan varð aðeins 3,5 m.kr.- fyrir Dalabyggð í styrkvegi. Í þingsályktunartillögunni segir einnig: „Þessu til viðbótar verður vetrarþjónusta á vegum fjármögnuð til að geta veitt nauðsynlega þjónustu hverju sinni. Fjárveiting til vetrarþjónustu á fyrsta tímabili áætlunarinnar verður aukin um tæpa 14 milljarða kr. frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023.“ Dalabyggð hefur tekið þátt í samráði við Vegagerðina um endurskoðun á vinnureglum um vetrarþjónustu. Síðasta hreyfing í þeim málum var fundur í Stykkishólmi í október 2023 af frumkvæði Vegagerðarinnar, eða fyrir nærri 2 árum síðan. Ekkert hefur heyrst af viðbrögðum ráðuneytisins vegna þessara tillagna og því þarf að vera skýrt hvort þessi aukning til vetrarþjónustu taki tillit til þeirra ágalla sem sveitarfélögin og Vegagerðin hafa bent á sl. ár eða hvort ætlunin sé að setja þá áfram í vetrarþjónustu sem fara eftir reglum sem hættar eru í sumum tilvikum að þjónusta íbúa á ákveðnum svæðum ? Í ályktuninni er einnig fjallað um stofnun svokallaðs innviðafélags með eftirfarandi hætti: „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna innviðafélag til að flýta stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma.“ Fram kemur að leggja eigi fram frumvarp þess efnis á vorþingi. Dalabyggð fagnar því að feta eigi þessa leið varðandi jarðgangnagerð en vill jafnframt árétta að einnig ætti að horfa til fyrirkomulags varðandi samvinnuvegi og eins fleiri vegflokka varðandi nýframkvæmdir heldur en nú er gert. Hvoru tveggja gæti hraðað framkvæmdum enn frekar og dregið úr kostnaði fyrir ríkið. Þá fagnar Dalabyggð því að sjá framkvæmdir á Snæfellsnesvegi (Skógarstrandarvegi) á áætlun og í samfellu, ólíkt því sem verið hefur í fyrri Samgönguáætlunum. Búið er að skipta upp framkvæmdum á Snæfellsnesi og Skógarstrandarvegi í tvennt frá fyrri áætlun. Fyrri hluti verður þannig tekinn Stykkishólms-megin á 1. tímabili en Dalabyggð komi inn á 2. og 3. tímabili áætlunar. Sveitarfélagið saknar þess þó að engin umfjöllun er um þverun Álftafjarðar í fram kominni áætlun. Það má ljóst vera að það á eftir að fara fram töluverð umræða um framkomna Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og mun Dalabyggð ekki láta sitt eftir liggja í þeirri umræðu. Marg oft hefur komið fram að vegir í Dalabyggð eru mun lakari en víða annarsstaðar og hefur svæðið í heild orðið út undan hvað varðar vegabætur svo áratugum skiptir og því þarf að vinda ofan af með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnt tillögu sína til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Fram komið skjal var rætt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 11.desember og var samþykkt samhljóða bókun efnislega í þeim anda sem þessa skoðanapistill gengur út á og hefur bókunin verið send til ráðherra sem og alþingismanna Norðvesturkjördæmis sem innlegg í vangaveltur og komandi umræður inn á alþingi og í nefndum sem fjalla munu um þetta mikilvæga verkefni. Í ályktuninni segir að lykilviðfangsefni í samgöngumálum á Íslandi næstu ár verði 17 talsins. Megin markmið verði þau að innviðir eigi að mæta þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög verði um land allt. Í ályktuninni kemur m.a. fram að fækka eigi einbreiðum brúm. Þó er tekið fram að það eigi við um brýr á hringveginum, þjóðvegi 1, og öðrum umferðarmiklum vegum, þ.e. vegum með yfir 200 bila meðalumferð á dag allt árið. Þetta þýðir með öðrum orðum að einblínt verður á þær 29 einbreiðu brýr sem eru á hringveginum en í tengslum við nýframkvæmdir utan hans geti enn verið gert ráð fyrir að einbreiðar brýr haldi sér eins og raunin hefur m.a. verið í Dalabyggð (samanber framkvæmdir á Laxárdalsheiði og í Hvammssveit sl. 2 ár). Þetta þýðir að „stóra planið“ um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfinu er að þær fari úr 632 í 625 árið 2030, eða fækki um heilar 7 brýr á næstu 5 árum en verði með öllu horfnar í lok þess 15 ára tímabils sem samgönguáætlun nær yfir. Það þýðir að taka þurfi fyrir 22 brýr á ári á árunum 2030-2040. Á sama tíma eru aðeins lagðar til 500 millj. kr. í breikkun brúa á tveggja ára fresti (2026, 2028 og 2030), þ.e. af sameiginlegri fjárveitingu sem ætluð er til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm. Eins eru 50 milljónir settar árlega út tímabil áætlunarinnar vegna svokallaðra „smábrúa“. Nú hefur Dalabyggð fengið þau svör ítrekað frá Vegagerðinni að kostnaður sé ástæða þess að einbreiðum brúm hafi verið haldið eftir í nýframkvæmdum á svæðinu sl. ár. Má í því ljósi velta fyrir sér þessari sameiginlegu fjárveitingu til breikkunar brúa og smábrúa og hvað því sé ætlað að verja í margar brýr ? Af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. til héraðsvega á ári, út tímabil áætlunarinnar. Í Dalabyggð eru tæplega 90 km af héraðsvegum, þar af rúmlega 70 km malarvegir, sem búa flestir við þá sérstöðu að hafa ekki fengið fjárveitingu frá árinu 2007. Ekki kemur fram hvort þessar 100 millj. kr. séu stofnframlög til nýrra héraðsvega og þeirra héraðsvega sem hafa verið aflagðir en eru að koma inn að nýju eða ætlaðar til viðhalds og framkvæmda á þeim sem eru á skrá, þeirri spurningu verður að fá svör við. Í styrkvegi á landinu af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. á ári, út tímabil áætlunarinnar. Vegagerðin hefur bent á, m.a. síðast núna í sumar, að umsóknir um styrkvegi hafa verið fleiri og hærri en hægt hefur verið að verða við. Fjárveitingar misháar eftir árum; sbr. 100 m.kr. 2025, um 115 m.kr. 2024, 124 m.kr. árið 2023 og töluvert meira árin tvö þar á undan, 182 m.kr. árið 2022 og 164 m.kr. 2021. Núna síðast varð t.d. 30% lækkun á framlagi til styrkvega í Dalabyggð m.v. árið á undan, m.a. vegna þess að umsóknum fjölgaði og niðurstaðan varð aðeins 3,5 m.kr.- fyrir Dalabyggð í styrkvegi. Í þingsályktunartillögunni segir einnig: „Þessu til viðbótar verður vetrarþjónusta á vegum fjármögnuð til að geta veitt nauðsynlega þjónustu hverju sinni. Fjárveiting til vetrarþjónustu á fyrsta tímabili áætlunarinnar verður aukin um tæpa 14 milljarða kr. frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023.“ Dalabyggð hefur tekið þátt í samráði við Vegagerðina um endurskoðun á vinnureglum um vetrarþjónustu. Síðasta hreyfing í þeim málum var fundur í Stykkishólmi í október 2023 af frumkvæði Vegagerðarinnar, eða fyrir nærri 2 árum síðan. Ekkert hefur heyrst af viðbrögðum ráðuneytisins vegna þessara tillagna og því þarf að vera skýrt hvort þessi aukning til vetrarþjónustu taki tillit til þeirra ágalla sem sveitarfélögin og Vegagerðin hafa bent á sl. ár eða hvort ætlunin sé að setja þá áfram í vetrarþjónustu sem fara eftir reglum sem hættar eru í sumum tilvikum að þjónusta íbúa á ákveðnum svæðum ? Í ályktuninni er einnig fjallað um stofnun svokallaðs innviðafélags með eftirfarandi hætti: „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna innviðafélag til að flýta stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma.“ Fram kemur að leggja eigi fram frumvarp þess efnis á vorþingi. Dalabyggð fagnar því að feta eigi þessa leið varðandi jarðgangnagerð en vill jafnframt árétta að einnig ætti að horfa til fyrirkomulags varðandi samvinnuvegi og eins fleiri vegflokka varðandi nýframkvæmdir heldur en nú er gert. Hvoru tveggja gæti hraðað framkvæmdum enn frekar og dregið úr kostnaði fyrir ríkið. Þá fagnar Dalabyggð því að sjá framkvæmdir á Snæfellsnesvegi (Skógarstrandarvegi) á áætlun og í samfellu, ólíkt því sem verið hefur í fyrri Samgönguáætlunum. Búið er að skipta upp framkvæmdum á Snæfellsnesi og Skógarstrandarvegi í tvennt frá fyrri áætlun. Fyrri hluti verður þannig tekinn Stykkishólms-megin á 1. tímabili en Dalabyggð komi inn á 2. og 3. tímabili áætlunar. Sveitarfélagið saknar þess þó að engin umfjöllun er um þverun Álftafjarðar í fram kominni áætlun. Það má ljóst vera að það á eftir að fara fram töluverð umræða um framkomna Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og mun Dalabyggð ekki láta sitt eftir liggja í þeirri umræðu. Marg oft hefur komið fram að vegir í Dalabyggð eru mun lakari en víða annarsstaðar og hefur svæðið í heild orðið út undan hvað varðar vegabætur svo áratugum skiptir og því þarf að vinda ofan af með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun