Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 18. desember 2025 10:02 Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun