Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 15. desember 2025 11:47 Flokkur fólksins var beinlínis stofnaður til að berjast gegn fátækt og þá sérstaklega barna og foreldra þeirra. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður er til staðar í okkar góða landi. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir og skýrslur. Þegar horft er til þess hverjir búa við fátækt á Íslandi er oftast miðað við hlutfall einstaklinga sem eru undir lágtekjumörkum, þ.e. búa á heimilum þar sem ráðstöfunartekjur eru undir 60 prósentum af miðgildi ráðstöfunartekna í landinu. Lágtekjuhlutfall barna, er hlutfall þeirra barna sem búa á heimilum sem eru undir þessum tekjumörkum. Fátækt birtist í mörgum myndum og orsakir og ástæður hennar eru margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara til dæmis vegna veikinda eins eða fleiri í fjölskyldunni. Afleiðingar fátæktar eru ekki aðeins skortur á fæði, klæði og húsnæði. Þær eru líka félags- og sálfræðilegar og vara oft alla ævi. Margir upplifa skömm, niðurlægingu, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt getur verið áfall í sjálfu sér. Viðvarandi fátækt getur kallað á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn foreldra sem búa við fátækt sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Neikvæðustu áhrifin á börnin Flestar greiningar síðustu ára benda til að á milli 11-13 prósent barna á Íslandi búi við fátækt, sem þýðir að eitt af hverjum tíu börnum á Íslandi býr við fátækt. Ákveðnir hópar barna eru líklegri en önnur til að búa við fátækt á Íslandi. Þar ber helst að nefna börn einstæðra foreldra, börn af erlendum uppruna, börn sem búa í leiguhúsnæði og börn á heimili foreldris með örorku. Fátækt leggst þyngra á barnafjölskyldur en aðrar fjölskyldugerðir á Íslandi. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Skortur á húsnæði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Aðeins hluti fjölskyldna sem býr við fátækt fær fjárhagsaðstoð. Fátækt barna sýnir sig með ýmsum hætti þó aðallega í efnislegum skorti. Það má ganga út frá að líkur á efnislegum skorti séu meiri hjá fjölskyldum með litlar tekjur. Nýleg könnun um stöðu launafólks sýnir að því minni sem heimilistekjurnar eru, því meiri skort upplifa börn. Helmingur foreldra þar sem heimilistekjur eru 499 þúsund á mánuði eða minni geta ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna. Meira en helmingur getur ekki greitt kostnað við að halda afmæli barna sinn eða aðra viðburði vegna þeirra. Tómstundir og íþróttir skipa ríkan sess í íslensku samfélagi, ef til vill ríkari en í mörgum öðrum löndum. Skortur á sviði tómstunda er einn helsti þátturinn í efnislegum skorti barna á Íslandi. Skortur á sviði tómstunda jókst eftir efnahagshrunið. Hann var átta prósent árið 2009 en um sautján prósent árið 2018. Ekki eru tiltækar tölur fyrir árið 2025. Til að átta sig á vandanum er vert að skoða nýja úttekt á notkun Frístundakortsins í Reykjavík. Þar má sjá minni notkun kortsins í efnaminni hverfum borgarinnar. Börn af erlendum uppruna Fátækt meðal barna af erlendum uppruna er algengari og dýpri en hjá fólki með íslenskan bakgrunn. Stór hluti barna af erlendum uppruna býr við lakari efnahagslega stöðu en aðrir íbúar landsins. Staða barna, ungs fólks og þeirra sem eru nýkomnir til landsins er áberandi slæm. Börn á heimili þar sem foreldri með örorku Börn sem eiga foreldri með örorku eru aðeins líklegri en önnur börn til að búa undir lágtekjumörkum, en þó mun síður en börn einstæðra foreldra eða börn með erlendan bakgrunn. Þetta sýnir að örorkulífeyri dugar oft til að lyfta fjölskyldum öryrkja rétt upp fyrir lágtekjumörkin, en ekki langt upp fyrir þau. Fjárhagsstaða fjölskyldunnar hefur áhrif til framtíðar Mikil fátækt felur í sér brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn lendi utangarðs vegna fátæktar. Samfélagið getur dregið úr eða komið í veg fyrir fátækt eins og aðra vá. Börn sem upplifa erfiða fjárhagsstöðu fjölskyldunnar eru verr stödd í fjölmörgum þáttum. Erfið fjárhagsstaða getur komið niður á líðan þeirra, öryggi, tengslum við fjölskylduna, bekkjarfélaga, kennara og framgangi í skóla. Tölur eru eitt en upplifun barna oft önnur. Börn sem búa við erfiðan fjárhag upplifa sig ekki endilega sem fátæk. En hafi börn þessa upplifun má hins vegar ganga út frá því sem vísu að þeim líður ekki vel með stöðu sína og fjölskyldunnar. Fram hefur komið í ýmsum könnunum t.d. íslensku æskulýðsrannsókninni að börn sem upplifa fjárhagsstöðu fjölskyldunnar slæma eru mun líklegri til að upplifa depurð og kvíða. Þau greina frá lítilli lífsánægju, upplifa sig einmana og utangarðs, eru líklegri til að lenda í slagsmálum eða verða fyrir einelti. Það eru meiri líkur á að þessi börn forðist að mæta í skólann samanborið við börn betur settra foreldra. Þá eru þau líklegri til að verða fyrir ofbeldi af hálfu foreldris eða annars fullorðins á heimilinu. Þau fá síður tilfinningalegan stuðning hjá fjölskyldu, upplifa síður að bekkjarfélagar þeirra séu vinsamlegir og taki þeim eins og þau eru og telja að kennurum þeirra sé síður annt um þau en aðra. Hvað þarf að gera Nýlega ákvað Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót stýrihóp um markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Undirrituð leiðir starf hópsins. Hópnum er ætlað að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun gegn fátækt barna. Á heildina virðist vænlegast að styðja við fjölskyldur og draga úr efnislegum skorti hjá börnum. Sérhvert barn á að fá tækifæri til að verja frítíma með fjölskyldu sinni, að eiga föt sem henta aðstæðum og þeim líður vel í, að búa við örugga búsetu og hafa aðstöðu sem þeim líður vel í heima til að sinna heimanámi, að taka þátt í skólasamfélaginu, að halda uppá afmælið sitt, að eiga leikföng sem henta aldri þeirra og þroska, og að borða næringaríkan mat. Öll börn eiga að sitja við sama borð þegar kemur að íþróttum eða öðrum tómstundum utan skóla. Öll börn eiga að fá tækifæri til að taka fullan þátt í íslensku samfélagi óháð efnahag foreldra sinna. Hér er verk að vinna. Stýrihópurinn sem nú hefur hafið störf stefnir að því að eiga samtöl og samráð við fjölmarga fulltrúa grasrótarsamtaka, fagfólks sem kemur að málefnum barna og við fólk sem býr við fátækt. Fjölskyldur og börn sem búa við fátækt þurfa á einstaklingsmiðaðri þjónustu að halda, ásamt almennum og sértækum úrræðum. Það er mikil áskorun að finna skilvirkar leiðir sem ná að bæta aðstæður barna sem búa við fátækt og fjölskyldna þeirra en stýrihópurinn mun leggja sig allan fram í þessu krefjandi verkefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður stýrihóps um aðgerðir gegn fátækt barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var beinlínis stofnaður til að berjast gegn fátækt og þá sérstaklega barna og foreldra þeirra. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður er til staðar í okkar góða landi. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir og skýrslur. Þegar horft er til þess hverjir búa við fátækt á Íslandi er oftast miðað við hlutfall einstaklinga sem eru undir lágtekjumörkum, þ.e. búa á heimilum þar sem ráðstöfunartekjur eru undir 60 prósentum af miðgildi ráðstöfunartekna í landinu. Lágtekjuhlutfall barna, er hlutfall þeirra barna sem búa á heimilum sem eru undir þessum tekjumörkum. Fátækt birtist í mörgum myndum og orsakir og ástæður hennar eru margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara til dæmis vegna veikinda eins eða fleiri í fjölskyldunni. Afleiðingar fátæktar eru ekki aðeins skortur á fæði, klæði og húsnæði. Þær eru líka félags- og sálfræðilegar og vara oft alla ævi. Margir upplifa skömm, niðurlægingu, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt getur verið áfall í sjálfu sér. Viðvarandi fátækt getur kallað á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn foreldra sem búa við fátækt sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Neikvæðustu áhrifin á börnin Flestar greiningar síðustu ára benda til að á milli 11-13 prósent barna á Íslandi búi við fátækt, sem þýðir að eitt af hverjum tíu börnum á Íslandi býr við fátækt. Ákveðnir hópar barna eru líklegri en önnur til að búa við fátækt á Íslandi. Þar ber helst að nefna börn einstæðra foreldra, börn af erlendum uppruna, börn sem búa í leiguhúsnæði og börn á heimili foreldris með örorku. Fátækt leggst þyngra á barnafjölskyldur en aðrar fjölskyldugerðir á Íslandi. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Skortur á húsnæði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Aðeins hluti fjölskyldna sem býr við fátækt fær fjárhagsaðstoð. Fátækt barna sýnir sig með ýmsum hætti þó aðallega í efnislegum skorti. Það má ganga út frá að líkur á efnislegum skorti séu meiri hjá fjölskyldum með litlar tekjur. Nýleg könnun um stöðu launafólks sýnir að því minni sem heimilistekjurnar eru, því meiri skort upplifa börn. Helmingur foreldra þar sem heimilistekjur eru 499 þúsund á mánuði eða minni geta ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna. Meira en helmingur getur ekki greitt kostnað við að halda afmæli barna sinn eða aðra viðburði vegna þeirra. Tómstundir og íþróttir skipa ríkan sess í íslensku samfélagi, ef til vill ríkari en í mörgum öðrum löndum. Skortur á sviði tómstunda er einn helsti þátturinn í efnislegum skorti barna á Íslandi. Skortur á sviði tómstunda jókst eftir efnahagshrunið. Hann var átta prósent árið 2009 en um sautján prósent árið 2018. Ekki eru tiltækar tölur fyrir árið 2025. Til að átta sig á vandanum er vert að skoða nýja úttekt á notkun Frístundakortsins í Reykjavík. Þar má sjá minni notkun kortsins í efnaminni hverfum borgarinnar. Börn af erlendum uppruna Fátækt meðal barna af erlendum uppruna er algengari og dýpri en hjá fólki með íslenskan bakgrunn. Stór hluti barna af erlendum uppruna býr við lakari efnahagslega stöðu en aðrir íbúar landsins. Staða barna, ungs fólks og þeirra sem eru nýkomnir til landsins er áberandi slæm. Börn á heimili þar sem foreldri með örorku Börn sem eiga foreldri með örorku eru aðeins líklegri en önnur börn til að búa undir lágtekjumörkum, en þó mun síður en börn einstæðra foreldra eða börn með erlendan bakgrunn. Þetta sýnir að örorkulífeyri dugar oft til að lyfta fjölskyldum öryrkja rétt upp fyrir lágtekjumörkin, en ekki langt upp fyrir þau. Fjárhagsstaða fjölskyldunnar hefur áhrif til framtíðar Mikil fátækt felur í sér brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn lendi utangarðs vegna fátæktar. Samfélagið getur dregið úr eða komið í veg fyrir fátækt eins og aðra vá. Börn sem upplifa erfiða fjárhagsstöðu fjölskyldunnar eru verr stödd í fjölmörgum þáttum. Erfið fjárhagsstaða getur komið niður á líðan þeirra, öryggi, tengslum við fjölskylduna, bekkjarfélaga, kennara og framgangi í skóla. Tölur eru eitt en upplifun barna oft önnur. Börn sem búa við erfiðan fjárhag upplifa sig ekki endilega sem fátæk. En hafi börn þessa upplifun má hins vegar ganga út frá því sem vísu að þeim líður ekki vel með stöðu sína og fjölskyldunnar. Fram hefur komið í ýmsum könnunum t.d. íslensku æskulýðsrannsókninni að börn sem upplifa fjárhagsstöðu fjölskyldunnar slæma eru mun líklegri til að upplifa depurð og kvíða. Þau greina frá lítilli lífsánægju, upplifa sig einmana og utangarðs, eru líklegri til að lenda í slagsmálum eða verða fyrir einelti. Það eru meiri líkur á að þessi börn forðist að mæta í skólann samanborið við börn betur settra foreldra. Þá eru þau líklegri til að verða fyrir ofbeldi af hálfu foreldris eða annars fullorðins á heimilinu. Þau fá síður tilfinningalegan stuðning hjá fjölskyldu, upplifa síður að bekkjarfélagar þeirra séu vinsamlegir og taki þeim eins og þau eru og telja að kennurum þeirra sé síður annt um þau en aðra. Hvað þarf að gera Nýlega ákvað Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót stýrihóp um markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Undirrituð leiðir starf hópsins. Hópnum er ætlað að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun gegn fátækt barna. Á heildina virðist vænlegast að styðja við fjölskyldur og draga úr efnislegum skorti hjá börnum. Sérhvert barn á að fá tækifæri til að verja frítíma með fjölskyldu sinni, að eiga föt sem henta aðstæðum og þeim líður vel í, að búa við örugga búsetu og hafa aðstöðu sem þeim líður vel í heima til að sinna heimanámi, að taka þátt í skólasamfélaginu, að halda uppá afmælið sitt, að eiga leikföng sem henta aldri þeirra og þroska, og að borða næringaríkan mat. Öll börn eiga að sitja við sama borð þegar kemur að íþróttum eða öðrum tómstundum utan skóla. Öll börn eiga að fá tækifæri til að taka fullan þátt í íslensku samfélagi óháð efnahag foreldra sinna. Hér er verk að vinna. Stýrihópurinn sem nú hefur hafið störf stefnir að því að eiga samtöl og samráð við fjölmarga fulltrúa grasrótarsamtaka, fagfólks sem kemur að málefnum barna og við fólk sem býr við fátækt. Fjölskyldur og börn sem búa við fátækt þurfa á einstaklingsmiðaðri þjónustu að halda, ásamt almennum og sértækum úrræðum. Það er mikil áskorun að finna skilvirkar leiðir sem ná að bæta aðstæður barna sem búa við fátækt og fjölskyldna þeirra en stýrihópurinn mun leggja sig allan fram í þessu krefjandi verkefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður stýrihóps um aðgerðir gegn fátækt barna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun