Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar 18. desember 2025 09:01 Nú er brátt liðið eitt erfiðasta ár sem trans fólk hefur lifað og það þrátt fyrir að árin á undan hafa ekki verið neitt til að hrópa yfir. Trump í sinni valdatíð hefur gert það að sérstöku viðfangsefni að ala á hatri gegn trans stúlkum og konum og er það núna þannig að allar þær sem það geta flýja orðið á milli fylkja og jafnvel erlendis. BNA er orðið það ríki sem er okkur hvað hættulegast að búa í og heimsækja í heiminum ásamt Bretlandi og hver hefði trúað slíku fyrir ekki meira en 5 árum síðan? Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af aukinni hatursorðræðu í okkar garð og þingmenn, sumir hverjir, farnir að flytja inn hatrið, nánast orðrétt frá Trump og hans lærisveinum. Auðvitað segja þeir það ekki alltaf berum orðum og fela sig á bakvið orð sem margt fólk áttar sig ekki á, að á við um minnihlutahópa, eins og trans fólk, og æsist upp í hatri gegn orðum og orðatiltækjum, sem það hefur lítinn skilning á og enn minni þekkingu. Orð eins Woke (vakandi) og anti-Woke (í raun sofandaháttur) og sjálfsmyndastjórnmál... sem er orð sem er tilbúningur og notað af lengst til hægri poppulista flokkum, á borð við Miðflokkinn, til að slá ryki í augu fólks, eru notuð til að hræra í fólki og ala á reiði og tortryggni í garð minnihlutahópa. Gleymum bara þessum tökuorðum og tilbúnum orðum og segjum hlutina á íslensku sem öll geta skilið. Um hvað er virkilega verið að tala? Mannréttindi, mannréttindi og aftur mannréttindi! Þegar stjórnmálafólk, sama hvort það er lengst til hægri eða lengst til vinstri er að segjast vera komið með nóg og upp í kok af sjálfsímyndar stjórnmálum og woke-isma, þá er það í raun að segja þetta: 1. Þolendur kynferðisofbeldis hafa haft of hátt og of mörgum gerendum slaufað af ósekju... Þetta er rangt! Þolendur kynferðisofbeldis, sem í yfir 90% tilfella eru konur, bæði sís (Cis) og trans (trans konur, samkvæmt UN-Women eru 4 sinnum líklegri til þess að verða fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en sís (Cis) konur og samt er um 33% sís (Cis) kvenna sem lenda í slíku ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni), hafa í aðeins um 3% tilfella fengið sakfellingu eftir að hafa kært og flestar konur sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi, ná ekki að kæra vegna allskyns laga sem vernda gerendur, eins og lög um fyrningar slíkra brota. Hið rétta er að gerendur, sem eru í lang flestum tilfellum, ca 88% tilfella sís (Cis), gagnkynhneigðir karlmenn, þurfa aldrei að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum. Því er þessi fáránlega fullyrðing um slaufunar menningu sem hefur gengið of langt, ekki aðeins röng, heldur einnig skaðleg fyrir þolendur. 2. Trans fólk, sérstaklega trans konur og hinsegin fólk hafa nú þegar öll réttindi sem annað fólk hefur og ætti að hætta þessu væli og hætta að vera troða sér og sínum "lífsskoðunum" á annað fólk. Aftur rangt með farið og bara það að fólki finnist það allt í lagi að tala stöðugt ílla um trans fólk og annað hinsegin fólk, og gera því upp allskonar ógeðfelldar athafnir, ætti að vera nóg til þess að fólk geri sér grein fyrir því að trans fólk og annað hinsegin fólk eru ekki með sömu réttindi og annað fólk! Ekki fyrr en trans fólk er viðurkennt sem fólk eins og annað fólk, en ekki sem einhvers konar skrímsli, getum við talað um að mannréttindi trans fólks sé náð. Það að fá stöðugt yfir sig allskonar ljótar athugasemdir vegna þess að þú sért trans en ekki sís (Cis), brýtur fólk niður og ýtir undir sjálfskaðandi hegðun, geðræn vandamál og sjálfsvíg. Margt trans fólk veigrar sér orðið að fara í sund, líkamsrækt og hreinlega bara út úr húsi, vegna þess haturs sem á sér stað, daglega á netinu og í raunheimum. Það á enginn, hvort sem viðkomandi er hluti af minnihlutahóp eða ekki, að þurfa að lifa við slíkt áreiti og ógn, daglega. Trans fólk er ekki "val", "lífsskoðun" og/eða hópur einstaklinga sem öðrum stendur ógn af, tölfræðin sýnir það svo sannarlega ekki, heldur allskonar fólk, með mismunandi sýn, mismunandi störf og mismunandi skoðanir, eins og allt annað fólk! Og trans fólk á skilið, eins og allt annað fólk, að búa í samfélagi öryggis og virðingar, en ekki ógnar og haturs! 3. Fókusinn á að vera á meginstraums hagsmunum og baráttu venjulegs fólks og þar með kemur hitt að sjálfu sér... Þetta er ein fáránlegasta fullyrðing sem ég hef heyrt frá stjórnmálafólki og þeim sem styðja slík stjórnmál. Aldrei í sögunni hefur nokkur einasti minnihlutahópur fengið eitthvað upp í hendurnar án þess að þurfa að berjast fyrir sínum hagsmunum sjálft. Við höfum ekki það val að bíða og deyja eftir engu, við sem erum hluti af einum eða öðrum og jafnvel mörgum minnihlutahópum, þurfum, ef eitthvað, að vera enn sýnilegri og háværarri en áður, því sannleikurinn er sá að svona málflutningur er ekkert annað en þöggunartilburðir gagnvart mannréttindum minnihlutahópa. Og alltaf þegar mannréttindi minnihlutahópa hafa verið bætt, þá hafa kjör annarra bæst við það einnig, en aldrei á hinn veginn. ALDREI!! 4. Trans konur eiga ekki heima í íþróttum kvenna og eiga ekki að vera á neinum þeim stöðum þar sem konur afklæðast. Ekki í sundi, ekki í líkamsrækt og ekki á spítölum! Hafið þið heyrt þetta? Daglega er annaðhvort verið að birta greinar með slíkum hatursfullum áróðri, og/eða setja slíkar athugasemdir undir fréttir á samfélagsmiðlum, og/eða fólk sjálft að ausa úr skálum eigin fordóma, fáfræðis og haturs á netinu. Trans konur hafa enga yfirburði yfir aðrar konur vegna þess að þær eru trans og rannsóknir sína fram á nákvæmlega það. https://www.sf.gov/trans-women-in-sports-facts-over-fear Yfirburðir ákveðinna einstaklinga yfir aðra eru alltaf í bland, meðfæddir og svo þjálfaðir. Eigum við með sömu rökum að banna konum yfir 180 að keppa í körfubolta af því meðalhæð kvenna er mun lægri og þetta því óréttlæti? Hvað varðar sund, líkamsrækt og spítala, þá er það nú bara þannig að þetta eru sömu rökin og hvítt fólk hafði um svartar konur eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk á sínum tíma í BNA og seinna í Suður Afríku, að öryggi hvítra kvenna væri ógnað af svörtum konum. Þetta hatur í garð trans kvenna nú, á því rætur að rekja í rasisma og gerir ekkert í því að reyna að skilja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Trans konur eru bara að reyna að lifa sínu besta lífi, eins og aðrar konur og þær eru einfaldlega hvergi öruggar í heimi sem hatar þær, nema þá að vissu leyti, innan um og meðal annarra kvenna. Það að trans konur nýti sér kvennarými, hefur með tvennt að gera. Öryggi og viðurkenningu. Trans konur eiga skilið að búa við sama öryggi og aðrar konur og því nýta sér þau rými sem eru ætluð konum. Trans konur eiga ekki, eins og svartar konur á sínum tíma, að þurfa að búa við það að vera taldnar óæðri konur og þessvegna þurfa að vera aðskildar frá öðrum konum. Þegar þetta er skoðað í samhengi við söguna, þá er allar þessar árásir á hendur réttinda trans kvenna, nákvæmlega sömu árásirnar og umræðurnar sem allir aðrir minnihlutahópar hafa upplifað og heyrt að einhverju leyti í gegnum söguna. Munurinn nú, er að við búum í stafrænum heimi og fordómarnir, fáfræðin og hatrið hefur aldrei náð jafn greiðlega og jafn hratt til margra, á meðan sannleikurinn virðist eiga mun erfiðara að ferðast á milli fólks. Af hverju er það? Er fólk líklegra til að trúa lygi heldur sannleika? Eða er fólk einfaldlega hrætt og reitt sjálft og það er auðveldara að brenna nornir á báli, heldur en að horfa á sinn eigin sársauka og vinna í honum? Að lokum Ég bý vissulega við aukið óöryggi og sé þessa hræðilegu þróun haturs í heiminum stækka með hverjum deginum og margar birtingarmyndir þess. Eins og sífellt færri hinsegin sögur og sögur af trans fólki eru sagðar í sjónvarpi, kvikmyndum og/eða leikhúsi og þá sjaldnast af fólki sem tilheyrir hinsegin og trans samfélaginu. Ég hef samt líka séð hvernig kvikmyndin Ljósvíkingar hefur haft og er enn að hafa jákvæð áhrif út um allan heim og hvernig ég, ekki síður sem aktivisti og kennari, hef fært smá ljóstýru inn í þetta myrkur og hvernig aðrir aktivistar og samtök hafa gert slíkt hið sama, að ógleymdu öllu því góða fólki sem þrátt fyrir að tilheyra ekki neinum minnihlutahóp sjálft, berst fyrir mannréttindum allra á hverjum einasta degi. Allt þetta saman gefur mér von um að eftir þessar myrku ný-miðaldir, þá muni mannkynið allt finna leiðina áfram, saman og samstíga, en ekki sundrað og stríðþjáð. Ég get líka sagt ykkur öllum í einlægni að ég er miklu jákvæðari, glaðari, einlægari og miklu betri manneskja nú sem ég sjálf, þrátt fyrir að vera hötuð fyrir að vera trans, heldur ég var nokkurn tíma á meðan ég lifði í felum og flótta frá sjálfri mér. Það er ekkert verra en að vera föst/fastur/fast í fölsku hlutverki, skapað af fáfræði, fordómum, ótta og hatri. Ég er frjáls, en öll þau sem eru enn að nota trans konur sem blóraböggla til að elta atkvæði og öll þau sem láta glepjast af því falsi, búa ekki við neitt raunverulegt frelsi og það er einna verst fyrir þau sjálf. Ég ber ekkert hatur eða illsku út í neinn, ekki einu sinni mína fjölmörgu gerendur, því þrátt fyrir að sumt sé ekki hægt að fyrirgefa, þá hef ég valið að refsa sjálfri mér ekki fyrir það sem aðrir hafa gjört og því býr hvorki reiði, né hatur í mínu hjarta. Ég óska ykkur öllum þess sama. Ég óska ég ykkur öllum, frelsis, gleðilegra jóla og færsældar á nýju ári. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Magnea Danks Málefni trans fólks Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú er brátt liðið eitt erfiðasta ár sem trans fólk hefur lifað og það þrátt fyrir að árin á undan hafa ekki verið neitt til að hrópa yfir. Trump í sinni valdatíð hefur gert það að sérstöku viðfangsefni að ala á hatri gegn trans stúlkum og konum og er það núna þannig að allar þær sem það geta flýja orðið á milli fylkja og jafnvel erlendis. BNA er orðið það ríki sem er okkur hvað hættulegast að búa í og heimsækja í heiminum ásamt Bretlandi og hver hefði trúað slíku fyrir ekki meira en 5 árum síðan? Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af aukinni hatursorðræðu í okkar garð og þingmenn, sumir hverjir, farnir að flytja inn hatrið, nánast orðrétt frá Trump og hans lærisveinum. Auðvitað segja þeir það ekki alltaf berum orðum og fela sig á bakvið orð sem margt fólk áttar sig ekki á, að á við um minnihlutahópa, eins og trans fólk, og æsist upp í hatri gegn orðum og orðatiltækjum, sem það hefur lítinn skilning á og enn minni þekkingu. Orð eins Woke (vakandi) og anti-Woke (í raun sofandaháttur) og sjálfsmyndastjórnmál... sem er orð sem er tilbúningur og notað af lengst til hægri poppulista flokkum, á borð við Miðflokkinn, til að slá ryki í augu fólks, eru notuð til að hræra í fólki og ala á reiði og tortryggni í garð minnihlutahópa. Gleymum bara þessum tökuorðum og tilbúnum orðum og segjum hlutina á íslensku sem öll geta skilið. Um hvað er virkilega verið að tala? Mannréttindi, mannréttindi og aftur mannréttindi! Þegar stjórnmálafólk, sama hvort það er lengst til hægri eða lengst til vinstri er að segjast vera komið með nóg og upp í kok af sjálfsímyndar stjórnmálum og woke-isma, þá er það í raun að segja þetta: 1. Þolendur kynferðisofbeldis hafa haft of hátt og of mörgum gerendum slaufað af ósekju... Þetta er rangt! Þolendur kynferðisofbeldis, sem í yfir 90% tilfella eru konur, bæði sís (Cis) og trans (trans konur, samkvæmt UN-Women eru 4 sinnum líklegri til þess að verða fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en sís (Cis) konur og samt er um 33% sís (Cis) kvenna sem lenda í slíku ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni), hafa í aðeins um 3% tilfella fengið sakfellingu eftir að hafa kært og flestar konur sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi, ná ekki að kæra vegna allskyns laga sem vernda gerendur, eins og lög um fyrningar slíkra brota. Hið rétta er að gerendur, sem eru í lang flestum tilfellum, ca 88% tilfella sís (Cis), gagnkynhneigðir karlmenn, þurfa aldrei að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum. Því er þessi fáránlega fullyrðing um slaufunar menningu sem hefur gengið of langt, ekki aðeins röng, heldur einnig skaðleg fyrir þolendur. 2. Trans fólk, sérstaklega trans konur og hinsegin fólk hafa nú þegar öll réttindi sem annað fólk hefur og ætti að hætta þessu væli og hætta að vera troða sér og sínum "lífsskoðunum" á annað fólk. Aftur rangt með farið og bara það að fólki finnist það allt í lagi að tala stöðugt ílla um trans fólk og annað hinsegin fólk, og gera því upp allskonar ógeðfelldar athafnir, ætti að vera nóg til þess að fólk geri sér grein fyrir því að trans fólk og annað hinsegin fólk eru ekki með sömu réttindi og annað fólk! Ekki fyrr en trans fólk er viðurkennt sem fólk eins og annað fólk, en ekki sem einhvers konar skrímsli, getum við talað um að mannréttindi trans fólks sé náð. Það að fá stöðugt yfir sig allskonar ljótar athugasemdir vegna þess að þú sért trans en ekki sís (Cis), brýtur fólk niður og ýtir undir sjálfskaðandi hegðun, geðræn vandamál og sjálfsvíg. Margt trans fólk veigrar sér orðið að fara í sund, líkamsrækt og hreinlega bara út úr húsi, vegna þess haturs sem á sér stað, daglega á netinu og í raunheimum. Það á enginn, hvort sem viðkomandi er hluti af minnihlutahóp eða ekki, að þurfa að lifa við slíkt áreiti og ógn, daglega. Trans fólk er ekki "val", "lífsskoðun" og/eða hópur einstaklinga sem öðrum stendur ógn af, tölfræðin sýnir það svo sannarlega ekki, heldur allskonar fólk, með mismunandi sýn, mismunandi störf og mismunandi skoðanir, eins og allt annað fólk! Og trans fólk á skilið, eins og allt annað fólk, að búa í samfélagi öryggis og virðingar, en ekki ógnar og haturs! 3. Fókusinn á að vera á meginstraums hagsmunum og baráttu venjulegs fólks og þar með kemur hitt að sjálfu sér... Þetta er ein fáránlegasta fullyrðing sem ég hef heyrt frá stjórnmálafólki og þeim sem styðja slík stjórnmál. Aldrei í sögunni hefur nokkur einasti minnihlutahópur fengið eitthvað upp í hendurnar án þess að þurfa að berjast fyrir sínum hagsmunum sjálft. Við höfum ekki það val að bíða og deyja eftir engu, við sem erum hluti af einum eða öðrum og jafnvel mörgum minnihlutahópum, þurfum, ef eitthvað, að vera enn sýnilegri og háværarri en áður, því sannleikurinn er sá að svona málflutningur er ekkert annað en þöggunartilburðir gagnvart mannréttindum minnihlutahópa. Og alltaf þegar mannréttindi minnihlutahópa hafa verið bætt, þá hafa kjör annarra bæst við það einnig, en aldrei á hinn veginn. ALDREI!! 4. Trans konur eiga ekki heima í íþróttum kvenna og eiga ekki að vera á neinum þeim stöðum þar sem konur afklæðast. Ekki í sundi, ekki í líkamsrækt og ekki á spítölum! Hafið þið heyrt þetta? Daglega er annaðhvort verið að birta greinar með slíkum hatursfullum áróðri, og/eða setja slíkar athugasemdir undir fréttir á samfélagsmiðlum, og/eða fólk sjálft að ausa úr skálum eigin fordóma, fáfræðis og haturs á netinu. Trans konur hafa enga yfirburði yfir aðrar konur vegna þess að þær eru trans og rannsóknir sína fram á nákvæmlega það. https://www.sf.gov/trans-women-in-sports-facts-over-fear Yfirburðir ákveðinna einstaklinga yfir aðra eru alltaf í bland, meðfæddir og svo þjálfaðir. Eigum við með sömu rökum að banna konum yfir 180 að keppa í körfubolta af því meðalhæð kvenna er mun lægri og þetta því óréttlæti? Hvað varðar sund, líkamsrækt og spítala, þá er það nú bara þannig að þetta eru sömu rökin og hvítt fólk hafði um svartar konur eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk á sínum tíma í BNA og seinna í Suður Afríku, að öryggi hvítra kvenna væri ógnað af svörtum konum. Þetta hatur í garð trans kvenna nú, á því rætur að rekja í rasisma og gerir ekkert í því að reyna að skilja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Trans konur eru bara að reyna að lifa sínu besta lífi, eins og aðrar konur og þær eru einfaldlega hvergi öruggar í heimi sem hatar þær, nema þá að vissu leyti, innan um og meðal annarra kvenna. Það að trans konur nýti sér kvennarými, hefur með tvennt að gera. Öryggi og viðurkenningu. Trans konur eiga skilið að búa við sama öryggi og aðrar konur og því nýta sér þau rými sem eru ætluð konum. Trans konur eiga ekki, eins og svartar konur á sínum tíma, að þurfa að búa við það að vera taldnar óæðri konur og þessvegna þurfa að vera aðskildar frá öðrum konum. Þegar þetta er skoðað í samhengi við söguna, þá er allar þessar árásir á hendur réttinda trans kvenna, nákvæmlega sömu árásirnar og umræðurnar sem allir aðrir minnihlutahópar hafa upplifað og heyrt að einhverju leyti í gegnum söguna. Munurinn nú, er að við búum í stafrænum heimi og fordómarnir, fáfræðin og hatrið hefur aldrei náð jafn greiðlega og jafn hratt til margra, á meðan sannleikurinn virðist eiga mun erfiðara að ferðast á milli fólks. Af hverju er það? Er fólk líklegra til að trúa lygi heldur sannleika? Eða er fólk einfaldlega hrætt og reitt sjálft og það er auðveldara að brenna nornir á báli, heldur en að horfa á sinn eigin sársauka og vinna í honum? Að lokum Ég bý vissulega við aukið óöryggi og sé þessa hræðilegu þróun haturs í heiminum stækka með hverjum deginum og margar birtingarmyndir þess. Eins og sífellt færri hinsegin sögur og sögur af trans fólki eru sagðar í sjónvarpi, kvikmyndum og/eða leikhúsi og þá sjaldnast af fólki sem tilheyrir hinsegin og trans samfélaginu. Ég hef samt líka séð hvernig kvikmyndin Ljósvíkingar hefur haft og er enn að hafa jákvæð áhrif út um allan heim og hvernig ég, ekki síður sem aktivisti og kennari, hef fært smá ljóstýru inn í þetta myrkur og hvernig aðrir aktivistar og samtök hafa gert slíkt hið sama, að ógleymdu öllu því góða fólki sem þrátt fyrir að tilheyra ekki neinum minnihlutahóp sjálft, berst fyrir mannréttindum allra á hverjum einasta degi. Allt þetta saman gefur mér von um að eftir þessar myrku ný-miðaldir, þá muni mannkynið allt finna leiðina áfram, saman og samstíga, en ekki sundrað og stríðþjáð. Ég get líka sagt ykkur öllum í einlægni að ég er miklu jákvæðari, glaðari, einlægari og miklu betri manneskja nú sem ég sjálf, þrátt fyrir að vera hötuð fyrir að vera trans, heldur ég var nokkurn tíma á meðan ég lifði í felum og flótta frá sjálfri mér. Það er ekkert verra en að vera föst/fastur/fast í fölsku hlutverki, skapað af fáfræði, fordómum, ótta og hatri. Ég er frjáls, en öll þau sem eru enn að nota trans konur sem blóraböggla til að elta atkvæði og öll þau sem láta glepjast af því falsi, búa ekki við neitt raunverulegt frelsi og það er einna verst fyrir þau sjálf. Ég ber ekkert hatur eða illsku út í neinn, ekki einu sinni mína fjölmörgu gerendur, því þrátt fyrir að sumt sé ekki hægt að fyrirgefa, þá hef ég valið að refsa sjálfri mér ekki fyrir það sem aðrir hafa gjört og því býr hvorki reiði, né hatur í mínu hjarta. Ég óska ykkur öllum þess sama. Ég óska ég ykkur öllum, frelsis, gleðilegra jóla og færsældar á nýju ári. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun