Hótelfasteignamarkaðurinn Erna Mist skrifar 17. ágúst 2023 12:31 Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun