Neistinn er kveiktur! Íris Róbertsdóttir skrifar 22. júní 2023 13:01 Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun