Hvað amar eiginlega að okkur? Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2023 09:31 Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun