Þunglyndi eða geðhvörf? Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:00 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar