Þunglyndi eða geðhvörf? Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:00 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar