Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:01 Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun