Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí? Skúli Helgason skrifar 9. maí 2023 15:30 Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skúli Helgason Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun