Skúli Helgason

Fréttamynd

Burt með mis­munun!

Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks.

Skoðun
Fréttamynd

Friðarsúlan skín skærar

Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007.

Skoðun
Fréttamynd

Meira sund!

Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægir menningarsamningar í höfn

Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir

Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil upp­bygging leik­skóla í Reykja­vík

Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að.

Skoðun
Fréttamynd

Einkafíllinn

Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí?

Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Ár uppbyggingar og mikilla áskorana

Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóli á­fram í Staðar­hverfi

Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Brúum bilið – svona er planið!

Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða eða frjáls­hyggja?

Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

Velferðarsamfélag – í alvöru!

Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá.

Skoðun
Fréttamynd

Betri aðbúnaður barna

Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðarskólar í mótun

Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Nú brúum við bilið!

Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugra dagforeldrakerfi

Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla

Skoðun
Fréttamynd

Það er kosið um þetta!

Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir

Skoðun
Fréttamynd

Kraftmikil sókn í menntamálum

Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna.

Skoðun
Fréttamynd

Pisa og Reykjavík

Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Græn Borgarlína

Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa.

Skoðun
Fréttamynd

Menntaborgin Reykjavík

Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístunda­starf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum vinnuaðstæður kennara

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur

Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægasta starf í heimi?

Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum

Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur.

Skoðun