Stigveldi stigveldanna Erna Mist skrifar 2. apríl 2023 09:01 Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Erna Mist Tengdar fréttir Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari.
Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun