Stigveldi stigveldanna Erna Mist skrifar 2. apríl 2023 09:01 Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Erna Mist Tengdar fréttir Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari.
Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun