Stigveldi stigveldanna Erna Mist skrifar 2. apríl 2023 09:01 Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Erna Mist Tengdar fréttir Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari.
Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar