Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 11:01 Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar