„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2023 10:00 Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar