Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 08:01 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun