Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar 20. desember 2025 17:01 Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vexti á verðtryggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtryggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu löng sem lánin eru. Það er mikil þjónusta lántakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -væntingar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítillega hærri en óeðlilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vexti á verðtryggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtryggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu löng sem lánin eru. Það er mikil þjónusta lántakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -væntingar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítillega hærri en óeðlilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar