„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Sigmar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2023 13:30 Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun