Foreldrar að bugast Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. janúar 2023 21:01 Í dag, 17. janúar, var umræða í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúi Flokks fólksins um manneklu í leikskólum. Mannekla í leikskólum er langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn hefur ekki getað leyst. Eins og vandinn blasir nú við er vissulega engin ein töfralausn. Mörg hundruð börn bíða eftir plássi. Meirihlutinn lofaði plássum í leikskólum sem ekki höfðu verið byggðir eða fullkláraðir sem var áfall fyrir foreldra. Ekki kann góðri lukku að stýra að lofa upp í ermina á sér og þurfa síðan svíkja loforðin. Það er ekki aðeins vandamál að það vanti pláss heldur berast títt fréttir af því að leikskólar sendi börn heim vikulega eða jafnvel oft í viku vegna manneklu. Það gengur heldur ekki til lengdar að foreldrar ungra barna hafi áhyggjur og að starfsfólk leikskólanna sé að bugast vegna mikils álags í starfi. Hættan er að það skapist svipað ástand og er á bráðamóttöku Landspítalans en þar hefur margt starfsfólk sagt upp vegna mikils álags og slæmrar vinnuaðstöðu. Borgin, sem er í hröðum vexti, stefnir á fjölgun leikskólaplássa um allt að 500 á næsta ári. Margir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir til grunnskólanna þar sem þeim kann að finnast störfin þar meira aðlaðandi. Í Reykjavík þarf að laða fólk til starfa í leikskólum meðal annars með bættum kjörum og starfsaðstæðum. Það kann að vera erfitt þar sem fjárhagur borgarinnar er á heljarþröm. Flokkur fólksins hefur lagt fram nokkrar tillögur til úrbóta. Til að vinna okkur út úr stöðunni þarf hlaðborð lausna. Flokkur fólksins lagði fram tillögu um heimagreiðslur til foreldra meðan þeir bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Sú lausn er ódýrari fyrir sveitarfélagið en dýrt leikskólapláss ef miðað er við yngstu börnin. Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað lagt til að bjóða fólki upp á sveigjanleg starfslok. Í hópi eldri borgara er dýrmætur mannauður, mannauður sem við viljum njóta sem lengst. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í dag, 17. janúar, var umræða í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúi Flokks fólksins um manneklu í leikskólum. Mannekla í leikskólum er langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn hefur ekki getað leyst. Eins og vandinn blasir nú við er vissulega engin ein töfralausn. Mörg hundruð börn bíða eftir plássi. Meirihlutinn lofaði plássum í leikskólum sem ekki höfðu verið byggðir eða fullkláraðir sem var áfall fyrir foreldra. Ekki kann góðri lukku að stýra að lofa upp í ermina á sér og þurfa síðan svíkja loforðin. Það er ekki aðeins vandamál að það vanti pláss heldur berast títt fréttir af því að leikskólar sendi börn heim vikulega eða jafnvel oft í viku vegna manneklu. Það gengur heldur ekki til lengdar að foreldrar ungra barna hafi áhyggjur og að starfsfólk leikskólanna sé að bugast vegna mikils álags í starfi. Hættan er að það skapist svipað ástand og er á bráðamóttöku Landspítalans en þar hefur margt starfsfólk sagt upp vegna mikils álags og slæmrar vinnuaðstöðu. Borgin, sem er í hröðum vexti, stefnir á fjölgun leikskólaplássa um allt að 500 á næsta ári. Margir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir til grunnskólanna þar sem þeim kann að finnast störfin þar meira aðlaðandi. Í Reykjavík þarf að laða fólk til starfa í leikskólum meðal annars með bættum kjörum og starfsaðstæðum. Það kann að vera erfitt þar sem fjárhagur borgarinnar er á heljarþröm. Flokkur fólksins hefur lagt fram nokkrar tillögur til úrbóta. Til að vinna okkur út úr stöðunni þarf hlaðborð lausna. Flokkur fólksins lagði fram tillögu um heimagreiðslur til foreldra meðan þeir bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Sú lausn er ódýrari fyrir sveitarfélagið en dýrt leikskólapláss ef miðað er við yngstu börnin. Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað lagt til að bjóða fólki upp á sveigjanleg starfslok. Í hópi eldri borgara er dýrmætur mannauður, mannauður sem við viljum njóta sem lengst. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar