Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Kristín Thoroddsen skrifar 13. janúar 2023 15:31 Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar