Afhendingaröryggi heits vatns Ó. Ingi Tómasson skrifar 14. desember 2022 14:00 Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar