Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 10. nóvember 2022 11:31 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun